Sunnudagur 14. apríl, 2024
5.8 C
Reykjavik

Fegurð, glæsileiki og sérstaða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þeir eru hannaðir til að fanga athygli okkar út frá fegurð, glæsileika og sérstöðu. Þeir eru bílarnir sem við fáum aldrei að aka, einfaldlega vegna þess að suma þeira er ekki hægt að setja í gang.

Bílasýningin í Genf er einn stærsti viðburðurinn í bíladagatali Evrópu. Þar koma saman nær allir bílaframleiðendur heims og kynna bæði ný módel og nýja bíla, en einnig nýjar hugmyndir sem gefa vísbendingar um í hvaða átt bílaiðnaðurinn er að þróast.

Flesta þessa bíla eigum við eftir að sjá á götunum eftir nokkur ár og jafnvel keyra þá sjálf. En svo eru það hinir bílarnir. Þessir sem framleiðendur nota til að skapa sér sérstöðu og fanga athygli gesta og blaðamanna með útliti og nýjungagirni, sem og alveg fáránlega kraftmiklum vélum og  enn fáránlegri verðmiðum.
Þetta eru frumgerðir og hugmyndabílar, framleiddir í örfáum eintökum eða jafnvel stakir. Flestir þeirra komast aldrei á framleiðslustig. Sumir þeirra hafa ekki einu sinni vélar.

En þeir vekja engu að síður ávallt mestu athyglina og fá okkur til að dreyma. Hér eru smá úrval af þeim sem voru frumsýndir í Genf í liðinni viku.

Zenovo TSR-S.

Zenovo TSR-S. Danir eru þekktari fyrir falleg húsgögn og góðan bjór en ofurbíla. Danski framleiðandinn Zenovo er að breyta þessu og kynnti hann til sögunnar TSR-S götu-útgáfa af kappakstursbílnum TSR. Ef þú ert hógvær þá geturðu fengið hann í 700 hestafla útgáfu, en annars er hann 1.177 hestöfl úr kassanum. Það þýðir að samkvæmt tölum frá Vísindavef háskóla Íslands er einungis hægt að búa til 60 svona bíla með öllum hestum Íslands.

Ástæðan þess að þú munt aldrei keyra þennan bíl: Hann kemst ekki yfir hraðahindranir og þar af leiðandi ekki upp í hesthús.

Renault EZ-GO.

Renault EZ-GO. Þessi sjálfkeyrandi rafmagnsbíll frá Renault er meðal framúrstefnulegustu bíla sýningarinnar í ár. Þeim er ætlað að vera leigubílar framtíðarinnar, eða alla veganna gefa hugmynd um hvernig þeir gætu litið út. Hljóðlátir, frábært útsýni og hagkæmni er meðal kosta bílsins.

- Auglýsing -

Ástæða þess að þú munt aldrei keyra þennan bíl: Að öllum líkindum munum við nota svona bíla, eða eitthvað í átt við þá, í nálægri framtíð. Ef til vill sem hluta af fyrirhugaðri borgarlínu. En þú munt ekki keyra hann. Internetið mun keyra hann fyrir þig.

Sin R1 550 hybrid.

Sin R1 550 hybrid. Af hverju að hafa eina vél þegar þú getur haft tvær? Sin er glænýr og afar sérhæfður bílaframleiðandi, en fyrirtækið var stofnað árið 2012. R1  er í raun þeirra eini bíll, og hér er hægt að fá hann í nýrri tvinnvéla útgáfu. 120 hestafla rafvél sér um framdekkin og 450 hestafla vél um afturdekkin.

Ástæða þess að þú munt aldrei keyra þennan bíl: Þú hefur því ekki efni á honum.

- Auglýsing -
E’mobile Microlino.

E’mobile Microlino. Þessi bíll er fullkominn fyrir höfuðborgarsvæðið. Þú finnur alltaf stæði, hann er einkar sparneytinn, gengur fyrir rafmagni, ofboðslega sætur og ekki dýr! Þetta er algjör sigurvegari. Nema það er bara pláss fyrir einn og hann lítur ekki út fyrir að vera góður í rokinu á Kjalarnesi eða í snjónum í efra-Breiðholtinu.

Ástæða þess að þú munt aldrei keyra þennan bíl: Það er snjór og rok allstaðar á Íslandi.

Aston Martin Lagonda.

Aston Martin Lagonda. Þessi útgáfa af Lagonda er ekki nýr bíll heldur ný útgáfa, en er án efa einn fallegast bíllinn sem til sýnis er á bílasýningunni í Genf. Hann lítur út fyrir að vera beint úr Blade Runner nema hvað tekist hefur að bjarga jörðinni svo hún er orðin græn aftur og vélmennin eru vinir okkar. Hér mætast framtíð og fortíð á fullkominn hátt bæði hvað varðar tækni og útlit.

Ástæða þess að þú munt aldrei keyra þennan bíl: Hann verður aldrei framleiddur. Hann er algjörlega út úr kú er kemur að hagkvæmni í framleiðslu og ber frekar að líta á hann sem listaverk en bíl.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -