Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Engin venjuleg veski!

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

The Hendrikje Museum of Bags and Purse í Amsterdam eða Töskusafnið í Amsterdam er ekkert venjulegt safn.

Það má segja að í safninu megi finna töskur vestrænnar menningar síðustu fimm hundruð ár.

Reyndar er það töskusafn og þar má finna ægifagrar töskur af öllu tagi frá því á fimmtándu öld og til þeirrar tuttugustu og fyrstu. Það má segja að í safninu megi finna töskur vestrænnar menningar síðustu fimm hundruð ár. Safnið er einungis safn taskna í Evrópu en er þó það stærsta sinnar tegundar í heiminum enda sýningargripir yfir 5000. Það er því vert að taka sér góðan tíma til að fara í gegnum safnið, því svo á hver og ein taska sér yfirleitt sérstaka sögu.

Frá upphafi siðmenningar hafa töskur verið til og á milli 1500-1800 hafa fundist, margar hangandi töskur bæði ætlaðar konum og körlum. Þær voru nauðsynlegar, rétt eins og í dag, til þess að bera á sér persónulega pappíra, peninga og annað sem nauðsynlega þurfti og oftast voru þær bornar innanklæða. Klæðnaður á þessu tíma var hvorki með vösum eða öðru þar sem hægt var að geyma veski eða aðra persónulega muni. Á 17. öld og þeirri 18. og meirihlutann af þeirri 19. voru klæði kvenna hins vegar svo íburðarmikil að auðveldlega var hægt að hafa eitt og jafnvel tvö veski innanklæða.

Umhverfi safnsins er stórglæsilegt … Hægt er að velja um sérstök tímabilaherbergi. Kaffihús er einnig á staðnum fyrir svanga maga …

Flest þessara veskja voru handsaumuð, sérstaklega handa heldra fólki, og bróderuð fallega og stundum voru þau fest við belti. Þegar leið að 17. öld fóru karlmannsveskin að hverfa úr tísku en kvenveskin að sækja í sig veðrið. Frá 16. öld fór líka að bera á þeirri þróun að veski kvennanna voru notadrýgri og veskin urðu enn meiri þar geymdu þær saumadótið sitt, hníf og skæri. Einnig fór að bera á því að veski væri stöðutákn. Steinar og útsaumur einkenndu veskin og sú þróun hélt áfram næstu aldirnar en það er ekki fyrr en á 20. öld sem handtaskan leysti þessi gömlu raunverulega af hólmi og varð að merkjavöru og stöðutákni.

Gleymdu karlmennirnir hafa aftur fengið sínar töskur

En aftur í tímann, þegar leifar rómversku borgarinnar Pompei voru uppgötvaðar á 18. öld, varð hin gríska og rómverska menning aftur geysilega vinsæl. Sú hreyfing sem kom í kjölfarið, klassisminn, nýklassík hafði mikil áhrif á kventískuna. Kjólar urðu styttri og beinni og mittislínan færðist upp. Undir þessum kjólum var ekkert rými fyrir veski og því fóru þau loksins að sjást. Veski með bandi eða keðju voru sérstakalega vinsæl og flest voru þau rétthyrnd. Þannig var tískan á fyrstu ártugum 19. aldar. En á tímum iðnbyltingarinnar í lok

þeirrar sömu aldar, voru margar aðferðir og tækni til framleiðslu veskja reynd og gáfust sumar hverjar vel. Ný efni eins og pappamassinn, járn og slípað stál var notað við framleiðslu á veskjum með þeim árangri að fjölbreytnin varð meiri og veskin ódýrari og nú fóru töskur fyrir karlmenn að sjást aftur, enda er töluvert rými á sýningunni tileinkaður þeim sérstaklega. Svo þetta safn er ekkert bara fyrir okkur stelpurnar.

- Auglýsing -

Upphafið að veskjasafninu má rekja til Hendrikje Ivo og manns hennar Heinz en þau höfðu ástríðu fyrir söfnun gamalla veskja með sögu, sérstaklega hún. Tækifærið til að setja upp safn tileinkuðu veskjum kom þegar ónefndur milljarðamæringur bauð henni stuðning sinn og þetta fallega safn varð að veruleika. Töskurnar eru einstakar sem þar, hver og ein, og saman liggur verðmæti þeirra í hundruð milljóna króna ef ekki milljarða en milljarðamæringurinn góði hefur stutt kaup á einstökum safnkaupum og húsinu einnig, því áður var Hendrikje bara með safnið heima hjá sér.

Upphafið að veskjasafninu má rekja til Hendrikje Ivo og manns hennar Heinz en þau höfðu ástríðu fyrir söfnun gamalla veskja með sögu, sérstaklega hún.

Umhverfi safnsins er stórglæsilegt, líkt og á 5 stjörnu hóteli og þar er hægt að fá afar girnilegt high tea um kaffileytið en það verður þó að panta daginn áður. Hægt er að velja um sérstök tímabilaherbergi. Kaffihús er einnig á staðnum fyrir svanga maga og þurra munna.

Töskusafnið er við Herengracht 573, 117 CD Amsterdam. Sími +31 (0)20 254 64 52. Netfang: [email protected] þar má finna allar frekar upplýsingar. Aðgangseyrir er um 1550 kr. fyrir fullorðna og rúmlega 900 kr. fyrir börn. Heimasíða safnsins er https://tassenmuseum.nl. Þá á bara eftir að nefna safnbúðina, löðrandi í töskum og ýmsum skemmtilegum fylgihlutum og ef þú átt leið um Amsterdam, ekki gleyma þessu litla en gífurlega fallega og skemmtilega safni.

- Auglýsing -

Höfundur / Unnur H. Jóhannsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -