Miðvikudagur 27. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

„Ég var ekki mjó, ég var að svelta mig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirsætan Hunter McGrady er ein af þeim sem prýðir síður nýjasta heftis tímaritsins Sports Illustrated. Hunter er það sem kallað er fyrirsæta í yfirstærð en í viðtali við tímaritið Women’s Health segist hún vera mjög ósátt við að fólk setji samasemmerki milli holdafars hennar og að hún lifi óheilbrigðum lífsstíl.

„Það er kjaftæði. 100 prósent. Ég gæti gefið fólkinu í kringum mig upplýsingar um kólestórólið mitt, hjartað, allt og ég er fullkomin,“ segir Hunter.

Ólst upp á setti

Hunter steig fyrst af alvöru inní fyrirsætubransann þegar hún var sextán ára. Þá var hún í amerískri stærð 2, sem er evrópsk stærð 34. Hún segir að hún hafi ekki notið velgengni í bransanum eða fundið fyrir hamingju fyrr en hún tók þá ákvörðun að hætta að reyna að passa inní ákveðna stærð og taka líkamanum sem hún fæddist í fagnandi.

„Móðir mín var fyrirsæta, amma mín var fyrirsæta, frænka mín var fyrirsæta, faðir minn var leikari. Ég er fædd og uppalin í Los Angeles. Ég var alltaf á setti, ég var alltaf með myndavélar í kringum mig, ég var alltaf í tökum og það var eitthvað sem mig langaði alltaf að gera. Ég horfði upp til móður minnar og mér fannst hún vera (og finnst hún enn vera) glæsilegasta manneskjan í heiminum. Mig langaði að vera eins og hún,“ segir Hunter þegar hún rifjar upp barnæskuna.

Fimmtíu kíló og borðaði bara salat

„Fyrsta myndatakan mín var þegar ég var þriggja eða fjögurra ára gömul en ég byrjaði að gera þetta að aðalstarfi þegar ég var sextán ára,“ segir Hunter og bætir við að hún hafi verið rétt um fimmtíu kíló á þeim tíma.

- Auglýsing -

„Núna er ég í stærð 16 og ég lít allt öðruvísi út. Þið getið ímyndað ykkur hve grönn ég var. Ég lifði svakalega óheilbrigðu lífi þegar ég var stærð 2. Ég var ekki mjó, ég var að svelta mig. Ég var í ræktinni í marga klukkutíma á dag. Hefðbundin máltíð hjá mér var salat með engri sósu og það var morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur – og jafnvel þá fékk ég samviskubit. Af því að mér fannst ég vera eyðileggja möguleika mína á að verða ofurfyrirsæta,“ segir Hunter.

#flashbackfriday At age 15 I was told by 4 agencies that I needed to lose 3 inches off of my hips to be a model which would have put me at a size 00. I would desperately work out for hours and eat few calories per day, HOPING I could fit the bill. It wasn’t until 18 years old, 3 years of insecurities brought on because I thought I wasn’t good enough, that I wouldn’t measure up! I realized that my body was not built to be that thin. Today, I’m so thankful I’m able to pursue my dream and still promote a healthy body image. He will fill the desires of your heart! Chains are broken! I see it in so many young girls these days who are striving to have a thigh gap, or for their hip bones to stick out, or to fit a size 0. Not everyone’s body structure is made like that. Be the healthiest you, you can be. Be active, use the things God provided for you, focus on HIM and Embrace the body The Lord gave you! HE CREATED YOU IN HIS PERFECT IMAGE! You can’t deny his sweet creations!

A post shared by Hunter McGrady (@huntermcgrady) on

Varð alvarlega þunglynd

Hún segist hafa fengið mjög mannskemmandi leiðbeiningar frá umboðsskrifstofum sem voru aldrei sáttar við útlit hennar.

- Auglýsing -

„Maður er svampur þegar maður er sextán ára. Mér var sagt að ég væri of stór, að ég gæti ekki gert þetta, að ég þyrfti að léttast, að ég þyrfti að laga húðina mína. Þeir segja í raun og veru að maður þurfi að breyta öllu við sig sjálfan og koma aftur. Það er það sem er sagt við stúlkur og ég trúði því. Ég varð alvarlega þunglynd, eins og allir yrðu. Ég ákvað að þetta væri eitthvað sem ég gæti ekki gert. Það var ekkert meira sem ég gat gert. Ég hafði gefið mig alla í þetta og þetta var bara ekki í spilunum fyrir mig.“

„Við vissum ekki hve stór þú værir“

Það var ein stund sem breytti öllu fyrir Hunter og þá ákvað hún að taka sér frí frá fyrirsætustörfum og klára skóla.

„Ég var ráðin í myndatöku. Það var bolafyrirtæki í Los Angeles. Ég var ráðin og ég var svo spennandi. Ég hugsaði: Guð minn góður, loksins! Nú er komið að því! Ég bað móður mína um að keyra mig því ég var ekki komin með bílpróf og ég var svo spennt. Þetta var mín stoltasta stund. Við gengum inn og það var svo svalt að sjá ljósin og myndavélarnar og allt sem því fylgir. Allir að ganga um og þetta var eins og í kvikmynd. En allt í einu byrjuðu allir að stara á mig. Ég fann fyrir skrýtnum straumum á settinu. Framleiðandinn dró mig til hliðar og talaði við okkur móður mína og sagði:

„Jiminn, ég veit ekki hvernig ég á að segja þetta. Okkur finnst þetta leiðinlegt en við vissum ekki hve stór þú værir.“

Á þessari stundu var ég búin að upplifa svo mikið af vonbrigðum að ég hugsaði: Ég vil ekki stunda fyrirsætustörf ef þetta verður alltaf svona. Þetta var ekki þess virði.“

Varð loksins hamingjusamari

Eins og áður segir tók Hunter sér frí frá fyrirsætustörfum til að klára skóla og segir að sá tími hafi verið mjög góður.

„Ég hugsaði: Guð gaf mér þennan eina líkama, sjáum hvernig hann breytist. Ég varð þykkari, og ég var með slitför og appelsínuhúð og ég var farin að lifa heilbrigðara lífi. Mér leið betur og loksins var ég hamingjusamari. Ég naut lífsins og ég naut þess aftur að vera með fjölskyldu og vinum. Ég grét ekki kvölds og morgna,“ segir Hunter, sem kynntist fyrst fyrirsætum í yfirstærð þegar hún var nítján ára gömul.

„Þá var ég í stærð 14 og ég sagði: Mig langar að prófa þetta. Þetta er leið fyrir mig að prófa að vinna í fyrirsætuheiminum aftur. Mig langar að prófa. Ég gekk inn á Wilhelmina-umboðsskrifstofuna og fékk samning sama dag. Og ég er ekki að grínast, á einni viku bókaði ég þrjú mismunandi verkefni.“

Þú ert falleg. Þú ert þess virði

Í dag segist Hunter vinna í því á hverjum degi að hugsa jákvætt um líkama sinn.

„Lykilorðið er ferli. Þetta er eitthvað sem þarf að gera á hverjum degi. Ég held að aðalatriðið fyrir mig séu jákvæðar staðhæfingar. Og ég veit að þetta hljómar eins og klisja. Ég vakna á morgnana, spyrjið bara unnusta minn, og horfi í spegil og segi við sjálfa mig: Þú ert falleg. Þú ert þess virði. Dagurinn í dag verður góður dagur. Já, þú ert með bólu en hún er flott á þér. Ég segi þessa hluti við mig áður en ég fer út því ég þarf á þessu að halda. Vegna þess að heimurinn er þannig staddur á samfélagsmiðlum að allir eiga eftir að segja þér eitthvað annað. Af því að við lifum í heimi þar sem verið er að segja okkur að líta öðruvísi út. Að hafa öðruvísi hárgreiðslu. Að þú verðir falleg/ur ef þú missir nokkur kíló. Ef þú segir þessi orð ekki við þig sjálfa/n þá mun enginn gera það.“

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -