Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Minni diskar – minni skammtastærðir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Næringarfræðingurinn Christian Bitz hvetur fólk til að borða góðan og heilsusamlegan mat, án allra öfga, skyndilausna eða samviskubits.

Christian hefur hannað sérstakan borðbúnað sem er hugsaður og hannaður þannig að hann geri fólki auðveldara að stjórna skammtastærðunum og njóta matarins.

Christian Bitz er heilmikið til lista lagt, en hann er næringarfræðingur, metsölubókahöfundur, fyrirlesari og kemur reglulega fram í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum í Danmörku. Hugmyndafræði hans byggir meðal annars á því að fólk lifi heilsusamlegu lífi og njóti þess að borða góðan og heilsusamlegan mat, án allra öfga, skyndilausna eða samviskubits. Hann hefur líka hannað sérstakan borðbúnað sem er hugsaður og hannaður þannig að hann geri fólki auðveldara að stjórna skammtastærðunum og njóta matarins.

Hvaðan kemur áhugi þinn á heilsu og mataræði?
Ég starfaði sem fyrirsæta víðsvegar um heiminn á tíunda áratugnum. Á þeim tíma þurfti ég að hugsa vel um eigin heilsu og áhugi minn jókst á því hvernig ég gæti náð hámarksárangri með réttu mataræði og hreyfingu. Í framhaldi af því ákvað ég að fara í nám og læra meira um það hvernig mataræði hefur í raun áhrif á líf okkar á hverjum degi.

Hverjir eru lykilþættir heilbrigðs lífstíls að þínu mati?
Fyrir það fyrsta þurfum við einfaldlega að byrja að njóta matarins aftur. Stundum einblínum við of mikið á megrun í stað matar. Síðan held ég að lykillinn að góðu mataræði og betri heilsu sé að borða rétt hlutfall kolvetna og próteins. Stærsta rannsókn sinnar tegundar, DIOGENES sem stendur fyrir Diet – Obesity – Genes, hefur sýnt fram á að besta hlutfallið sé 1:2 af kolvetnum og próteini.

Hvers vegna ákvaðstu að hanna borðbúnað?
Mitt markmið er að gera heiminn örlítið heilbrigðari. Með því að hanna minn eigin borðbúnað get ég verið við kvöldmatarborðið á hverju heimili. Allar kenningar mínar og uppskriftir geta notið stuðnings af réttum borðbúnaði og saman getur það leitt til heilbrigðara lífs.

Hver er hugmyndin eða innblásturinn á bak við borðbúnaðinn?
Grunnhugmyndin var að hanna kvöldmatardisk sem rúmar minna því allar rannsóknir sýna að minni diskar þýða minni skammtastærðir. Minni skammtastærðir þýða færri hitaeiningar og fólk er ekkert endilega líklegra til að fá sér aftur á diskinn.

Skiptir það máli að borðbúnaðurinn sé fallegur?
Ég vildi bæta auknum lit, óformlegheitum og ófullkomnun við matarborðið, þess vegna ákvað ég að nota hráan efnivið sem er innblásinn af norrænni náttúru. Ég tel að það að borða af fallegum diskum auki ánægjuna. Rannsóknir hafa líka sýnt að við skynjum mat á ólíkan hátt á svörtum, hvítum eða grænum diskum. Heilsusamlegur matur hefur líka lengi fengið á sig þann stimpil að hann sé óspennandi. Borðbúnaðurinn minn getur því kannski hleypt smávegis lífi í matseldina.

- Auglýsing -

Texti / Hildur Friðriksdóttir
Myndir / Úr einkasafni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -