Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Laugar á Vestfjörðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Vestfjörðum eru að finna heitar laugar í öllum stærðum og gerðum.

Fátt er betra en að hvíla lúin bein í náttúrulaug eftir langan dag á ferðalagi. Á Vestfjörðum eru margar heitar laugar í öllum stærðum og gerðum og virkilega þess virði að leita þær uppi. Hér eru nokkrar þeirra.

Á Vestfjörðum eru margar heitar laugar í öllum stærðum og gerðum og virkilega þess virði að leita þær uppi.

Krossneslaug er í fimm mínútna akstursfjarlægð frá Kaupfélaginu í Norðurfirði en vatn frá heitum hverum kyndir laugina. Hún er staðsett við fjöruborðið fyrir neðan veg og umhverfi hennar er virkilega dramatískt og einstakt. Skyldubað fyrir alla sem eru að ferðast um Strandirnar.

Pollurinn er nokkru utan við kauptúnið Tálkafjörð og uppi í hlíðinni. Hann er þrískiptur í tvo setpotta og einn nokkuð dýpri. Búningshús er á staðnum sem er viðhaldið af hreppnum. Útsýnið úr pottunum út Tálknafjörðinn er dásamlegt.

Náttúrulaugin í Heydal er í stuttu göngufæri frá Sveitahótelinu í Heydal. Sumir segja að hún færi gestum hennar aukinn kraft. Að sögn Stellu Guðmundsdóttur, gestgjafa í Heydal, er dalurinn alger perla og ef gengið er meðfram ánni inn dalinn má sjá nokkur gil og marga litla fossa. Hún segir að heita náttúrulaugin sé alltaf vinsæl enda talið að Guðmundur góði hafi vígt hana og hún því hin mesta heilsulind.

Útsýnið úr pottunum út Tálknafjörðinn er dásamlegt.

Rétt hjá Hótel Flókalundi er Hellulaugin sem hlaðin er grjóti. Engin búningsaðstaða er hjá lauginni en gestir láta það ekki á sig fá enda dásamlegt að njóta þess að liggja í heitri lauginni á þessum fallega stað.

Í Reykjafirði við Arnarfjörð má finna tvær heitar laugar. Önnur er steypt sundlaug sem gerð var árið 1975. Stutt frá henni er lítil hlaðin náttúrulaug og hitinn í henni er um 40°C allt árið um kring. Vatn rennur í steyptu laugina allan ársins hring og hægt er að hafa fataskipti í litlum kofa sem stendur við laugina.

- Auglýsing -
Fátt er betra en að hvíla lúin bein í náttúrulaug eftir langan dag á ferðalagi.

Í Bjarnarfirði á Ströndum er lítil hlaðin baðlaug um 100 metrum norðan við vesturhorn Hótels Laugarhóls sem er í gamla skólahúsinu á Klúku. Laugin er friðlýst sem fornleifar og er ein margra Gvendarlauga á Íslandi þar sem sagt er að Guðmundur góði Arason, biskup á Hólum, hafi vígt vatnið.

Lítið eitt neðan við baðlaugina, á milli Hótels Laugarhóls og Kotbýlis kuklarans, sem er hluti af Galdrasýningu á Ströndum, er sundlaug sem einnig er kölluð Gvendarlaug, eftir gömlu lauginni.

Í fjöruborðinu á Drangsnesi eru þrír heitir pottar sem komið var fyrir eftir að heitt vatn fannst á Drangsnesi árið 1997. Pottarnir hafa notið mikilla vinsælda jafn hjá heimamönnum sem ferðamönnum og ekki stendur til að fjarlægja þá þrátt fyrir að byggð hafi verið glæsileg sundlaug á Drangsnesi.

- Auglýsing -

Hörgshlíðarlaug er staðsett í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi. Hún er steynsteypt, 2×6 metrar að stærð og tæpur metri að dýpt þar sem hún er dýpst.
Nauteyrarlaug er í landi Nauteyrar innarlega í Ísafjarðardjúpi og hitinn í henni er frá 35°C-42°C.

Heimildir: islandihnotskurn.is og westfjords.is

Höfundur / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -