Fimmtudagur 28. mars, 2024
3.8 C
Reykjavik

Allt sem við vitum um konunglega brúðkaupið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle tilkynntu trúlofun sína þann 27. nóvember síðastliðinn. Parið kynntist í London í júlí árið 2016 og í nóvember það sama ár var sambandið staðfest.

Síðan þau trúlofuðu sig hafa meiri og meiri upplýsingar borist um stóra daginn þannig að það er vert að kíkja á það sem við vitum nú þegar um herlegheitin.

Dúllurnar Meghan og Harry.

Maíbrúðkaup

Harry og Meghan munu ganga í það heilaga þann 19. maí á þessu ári. Þetta staðfesti talsmaður Kensington-hallar á Twitter þann 15. desember.

Sérstök kapella

Parið mun játast hvort öðru í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala á Englandi. Kapellan hefur mikla þýðingu fyrir Harry sem var skírður þar árið 1984. Konungsfjölskyldan mun borga fyrir brúðkaupið samkvæmt tilkynningu frá Kensington-höll í lok nóvember á síðasta ári.

Vilhjálmur verður svaramaður

Í desember var það staðfest að Harry hefði beðið bróður sinn, Vilhjálm Bretaprins, að vera svaramaður sinn. Þá hefur því verið haldið fram að börn Vilhjálms og Kate Middleton, Georg prins og Charlotte prinsessa, muni gegna hlutverki í brúðkaupi frænda síns. Meghan hefur ekki tilkynnt hver aðalbrúðarmey hennar verður, en líklegt er að það verði vinkona hennar og stílistinn Jessica Mulroney.

Brúðkaup í beinni

Staðfest var í lok nóvember á seinasta ári að sýnt verður beint frá brúðkaupi Harry og Meghan, aðdáendum konungsfjölskyldunnar til mikillar ánægju.

Þetta er gestalistinn

Pippa og James Middleton, systkini Kate Middleton, verða í brúðkaupinu. Einnig er talið að fjölmargir leikarar og meðlimir tökuliðs þáttanna Suits, sem Meghan leikur í, verði viðstaddir, til að mynda Patrick J. Adams, Sarah Rafferty, Rick Hoffman og Íslandsvinurinn Gabriel Macht. Þá er einnig talið líklegt að Meghan sé búin að bjóða nánum vinum sínum, svo sem tennisstjörnunni Serena Williams, matreiðslumanninum Tom Sellers og forsætisráðherra Kanada og hans frú, Justin og Sophie Trudeau. Að sama skapi er talið að Harry muni bjóða vinum sínum, tónlistarfólkinu James Blunt, Ellie Goulding og Joss Stone. Tónlistarmaðurinn Elton John æsti síðan upp sögusagnir þess efnis að hann ætlaði að skemmta í brúðkaupinu þegar hann frestaði tvennum tónleikum í Las Vegas helgina sem brúðkaupið fer fram.

- Auglýsing -
Parið er yfir sig ástfangið.

Heiðrar móður sína

Harry var aðeins tólf ára gamall þegar móðir hans, Díana prinsessa, lést í bílslysi í ágúst árið 1997. Harry bað Meghan með hring sem var búið að skreyta með demanti úr nælu sem móðir hans átti. Einnig er talið að Meghan muni bera kórónu prinsessunnar heitnu á brúðkaupsdaginn.

Titlarnir

Talið er að Meghan og Harry hljóti titlana hertogi og hertogynjan af Sussex eftir giftinguna.

Mæðgnastund við altarið

Talað hefur verið um að Meghan vilji að móðir hennar, Doria Ragland, gangi með henni upp að altarinu, en ekki faðir hennar, Thomas Markle, eins og hefðin segir til um.

- Auglýsing -

Leyfa bæjarbúum að taka þátt

Búið er að staðfesta að Harry og Markle muni keyra um bæinn Windsor eftir athöfnina og snúa síðan aftur til Windsor-kastala. Samkvæmt tilkynningu frá Kensington-höll vilja brúðhjónin að sem flestir fái að taka þátt í þessum stóra degi í þeirra lífi.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -