Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Níu ára drengir grýttir og lamdir með járnröri í Breiðholti: „Ég er brjáluð og skal finna þá“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnlaugur Briem skrifar í hverfishópi Breiðhiltinga á Facebook:

„Sælir kæru nágrannar! Ég heyrði á tal nokkurra ungra krakka sem voru að lenda í því að fyrir utan ÍR heimilið, að einn krakkinn var grýttur með grjóti og annar lamin með járnröri. Þetta voru víst aðeins eldri krakkar en ekki svokallað vespugengi. Ég er sjálfur foreldri en sonur minn hefur ekki fasta viðveru í þessu hverfi, svo að ég er ekki í neinum foreldrahóp hér – svo ég spyr því í þessari gruppu… hvað getum við foreldrar gert í þessu?“

Krístín Sigríður Þórðardóttir vill einfaldlega „athuga uppeldi þessara drengja. Hvar er foreldraábyrgðin?

Rafn Einarsson kemur með tillögu:

„Búa til foreldra göngu grúbbur sem hittast 4 saman og ganga um hverfið öll kvöld, það er eina leiðin, ekkert annað dugar,“ og hlýtur góðar undirtektir.

Henrietta Andersen, móðir eins drengjanna stígur fram og segir: Já, þetta var mitt barn sem var lamið; hann er nú bara 9 ára og mun eldri strákar sem voru að lemja hann. Hann veit ekki hverjir þetta voru.“

- Auglýsing -

Hrafnhildur Día Jack, önnur móðir, kemur líka fram og segir: „Já ég er alveg brjáluð – sonur minn sem er níu ára lenti í þeim og var laminn í hausinn, hann kannaðist ekki við þessa stráka en Guð sé lof að það var einhver kona sem kom og hjálpaði þeim. En ég skal finna þessa stráka.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -