Miðvikudagur 27. mars, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Chili-kjúklingur með saffranhrísgrjónum og jógúrtsósu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gerðu vel við þig um helgina.

Berið kjúklinginn fram með saffranhrísgrjónum og jógúrtsósu.

Chili-kjúklingur með saffranhrísgrjónum og jógúrtsósu
1 heill kjúklingur
2 gulrætur
1 rófa
1 sæt kartafla
3-4 msk. olía
gróft sjávarsalt
1 sítróna, skorin í sneiðar

Skolið kjúklinginn vel og þerrið með eldhúspappír. Notið einnota hanska og makið chili-kryddmaukinu innan í og utan á kjúklinginn. Það getur verið gott að losa skinnið aðeins frá og maka kryddmaukinu undir skinnið þar sem það er hægt. Á þessu stigi er gott að láta kjúklinginn standa í kæli yfir nótt eða í nokkrar klst. við stofuhita. Stillið ofn á 180°C. Skerið grænmetið í fremur stóra bita, athugið að hafa sætu kartöflubitana töluvert stærri en hina þar sem sætar kartöflur eldast hraðar. Veltið grænmetinu upp úr olíu og grófu salti og raðið því í botninn á eldföstu móti. Skerið sítrónu í sneiðar og raðið ofan á grænmetið. Setjið kjúklinginn ofan á sítrónusneiðarnar og eldið í u.þ.b. 1 ½ klst. eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Berið gjarnan fram með saffranhrísgrjónum og jógúrtsósu.

chili-kryddmauk:
8 hvítlauksgeirar
2 tsk. sjávarsalt
2 tsk. fenníkufræ
3 tsk. kúmenfræ
nýmalaður svartur pipar
1 þurrkað chili-aldin, mulið smátt, eins má nota 1 tsk. chili-flögur
1-2 tsk. ólífuolía

Merjið saman hvítlauksgeira og salt í mortéli þar til úr verður mauk. Bætið kryddinu saman við og merjið gróft saman ásamt ólífuolíunni.

jógúrtsósa:
2 dl grísk jógúrt
lófafylli fersk mynta, smátt söxuð
lófafylli fersk steinselja, smátt söxuð
1-2 tsk. hunang
2-3 tsk. sesamolía
gróft sjávarsalt
nýmalaður svartur pipar

Blandið öllu vel saman og látið standa í kæli í nokkrar klst.

- Auglýsing -

saffranhrísgrjón:
2 laukar, smátt skornir
2 tómatar, smátt skornir
nokkrir saffranþræðir
2 ½ dl villihrísgrjón eða hýðishrísgrjón
5 dl kjúklingasoð
1 tsk. salt

Steikið lauk á pönnu í 6-8 mín. eða þar til hann er orðin glær. Bætið tómötum saman við ásamt saffranþráðum og látið malla í nokkrar mín. Setjið þá hrísgrjónin saman við og steikið þau í nokkrar mín. Bætið kjúklingasoði út í ásamt salti og látið malla við vægan hita þar til hrísgrjónin eru soðin í gegn og allur vökvi horfinn.

Texti / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Rakel Sigurðsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -