Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ: „Ég er smátimbruð eins og maður myndi segja“

top augl

Í Mannlífinu spjallar Reynir Traustason við Önnu Hildi Guðmundsdóttur, formann SÁÁ.

Anna Hildur Guðmundsdóttir ræðir við Reyni Traustason meðal annars um átökin innan SÁÁ, málefni samtakanna og starfsemi og sína eigin reynslu af drykkju og meðferð. Hún starfar sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á Akureyri og segir að því lengur sem viðkomandi gefi sér tíma til þess að vinna í sjálfum sér og gefur sér tíma til þess að fara í meðferð og sinna meðferðinni því meiri séu batalíkurnar.

 

Anna Hildur Guðmundsdóttir er nýkjörinn formaður SÁÁ. Anna Hildur var reyndar formaður fyrir og gekk í gegnum mikinn slag. Hvernig líður henni?

„Ég er svolítið þreytt. Ég er smátimbruð eins og maður myndi segja; eins og ég hafi lent undir valtara. En mér líður rosa vel og er ennþá svolítið hátt uppi en ég hlýt að nálgast jörðina mjög fljótlega,“ segir hún í viðtali við Reyni Traustason.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni