2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Endanleg útgáfa varð til í samkomubanni

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Haraldur Ragnarsson, a.k.a. KrBear, var að senda frá sér lagið Holy Diaz.

 

„Þetta er lag sem ég hef verið með í „ofninum“ frá 2018. Og hef ég verið að spila það vel og reglulega í „dj-settum“ mínum síðan í fyrra, meðal annars í Barcelona, við mikinn fögnuð. En það var ekki fyrr en á þessu ári í COVID-ástandinu að ég tók mig til og fann réttu hljóðblönduna og varð loks nógu sáttur til að gefa lagið út,“ segir Haraldur. Hluti lagsins er á spænsku og er textinn saminn af barnsmóður hans, Danellu Samblas. Erlingur Ingason, a.k.a. Ezeo, og Máni Viðarsson, þ.e. Thorkell Máni, aðstoðuðu Harald með hljóðblöndun og lokaútkomuna.

Þess má geta að Haraldur gefur lagið út á Bandcamp.com þar sem notendur geta fengið lagið frítt eða borgað fyrir það með upphæð að eigin vali. Í næstu viku verður hægt að nálgast lagið á Spotify, YouTube og að sjálfsögðu á Albumm.is.

Lestu meira

Annað áhugavert efni