Mánudagur 22. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Fagna mikillar velgengni í Gamla Bíói

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Föstudaginn 29. mars mun tónlistamaðurinn AUÐUR vera með útgáfutónleika vegna plötunnar AFSAKANIR í Gamla Bíó.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 en húsið opnar klukkan 20:00. GDRN hitar upp og kynnir plötuna sína „Hvað ef“. Á skömmum ferli hefur tónlistarmaðurinn AUÐUR skrifað undir plötusamning við SONY DK, fengið verðlaun sem Bjartasta vonin, hitað upp fyrir Post Malone, farið á tónleikaferðalag um Evrópu, komið fram á The Great Escape, Way Out West og víðar ásamt því að vinna að lagasmiðum J-Pop artista í Tókýó.

Í lok síðasta árs gaf hann óvænt út plötuna „AFSAKANIR“ sem hefur þegar unnið til Kraumsverðlauna sem ein af plötum ársins og nú tilnefnd til 8 verðlauna á Íslensku Tónlistarverðlaununum, þar á meðal sem plata ársins.

Nú kemur hann í fyrsta sinn fram með alla plötuna í heild sinni með fullu bandi og auk hans koma fram þekkt andlit af ungu kynslóð tónlistarmanna á borð við GDRN, Matthildur, GKR og Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð sem fer undir nafninu GDRN

GDRN náði svo sannarlega að stimpla sig inn í íslenskt tónlistarlíf á seinasta ári og mun hún hita upp og flytja lög af fyrstu breiðskífu sinni „Hvað ef“. Mörg laganna vann GDRN í samvinnu við hrynteymi sitt Ra:tio, en einnig kemur söngvarinn geðþekki Auður við sögu í tveimur lögum, þar á meðal í titillagi plötunnar „Hvað ef“ 

- Auglýsing -

Auður og GDRN eru miklir vinir en þau einmitt unnu að plötunum hjá hvort öðru með ýmsu móti og vinna almennt mikið saman. Einnig hafa þau verið að koma mikið fram saman að undanförnu. Það mætti svo segja að tónleikarnir séu uppskeruhátíð að einhverju leiti, þar sem þau hafa bæði verið að fagna mikillri velgengni að undanförnu.

Hægt er að nálgast miða á tónleikana á Tix.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -