Magga Stína á Gljúfrasteini

Magga Stína flytur úrval laga við ljóð Halldórs Laxness auk laga eftir Megas á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins í dag, sunnudaginn 18. ágúst.

Stofutónleikar Gljúfrasteins eru haldnir hvern sunnudag frá júní til 25. ágúst og hefjast þeir klukkan 16. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2.500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is