2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Albumm mælir með – viðburðir

Hvert er lag áratugarins?

Í janúarbyrjun tók hópur músíkspekúlanta sig saman um það stóra verkefni að velja lag áratugarins 2010-2020. Fjöldi snillinga sendi inn sína 20 laga lista sem bornir voru saman og þau 20 lög sem komust á flesta lista fóru í 20 laga úrslit. Síðan var lögunum 20 gefin einkunn frá 1-10 og niðurstaðan reiknuð til að finna út vinsælasta lag áratugarins. Úrslitin verða kunngjörð við hátíðlega athöfn á Hressingarskálanum þann 25. janúar klukkan 20. Hitað verður upp með spurningaleik þar sem þemað er tónlist áratugarins sem leið. Sigurliðið fær að launum pítsumáltíð hjá Hressingarskálanum.

Svavar Knútur á Kornhlöðunni

Kornhlaðan við Bankastræti er ný og spennandi viðbót í tónleikaflóru Reykjavíkur. Söngvaskáldið Svavar Knútur heldur þar tónleika annað kvöld, laugardagskvöldið 25. janúar klukkan 21. Á dagskrá tónleikanna verða mestmegnis frumsamin lög, en einhver sígild íslensk sönglög gætu slæðst með. Miðaverð er 2.000 krónur.

AUGLÝSING


Spunk.

Sturlaðar hljómsveitir á Gauknum

Laugardaginn 25. janúar munu fjórar sturlaðar hljómsveitir koma fram á Gauknum; SPÜNK, Blóðmör, Kvelja og The Moronic. Húsið opnar klukkan 21 og fyrsta band stígur á svið klukkustund síðar. Frítt inn.

 

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum