2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Mosi hvetur fólk til að hækka í græjunum og gleyma sér

Nýbylgjupoppsveitin Mosi frændi sendir frá sér sumarslagara á vínylsmáskífu í tilefni af því að veðrið er að batna og hagkerfið að opnast. Nýtt lag sveitarinnar, Biblíusögur á hafsbotni, þykir hljóma á köflum eins og lögin Kyrrlátt kvöld og Mér finnst rigningin góð, hafi eignast óskilgetið barn, en í því eru landsmenn og -konur hvött til að hækka í græjunum og gleyma deginum. „Ég er ósigrandi“, hrópar Mosi í viðlaginu, „eins og okkur öllum hlýtur að líða nú þegar plágan er að ganga yfir,“ segir í tilkynningu frá sveitinni.

Lagð verður fáanlegt á vínylsmáskífu í helstu plötubúðum vestan við Hlemm og austan við Lækjartorg.

Það er líka hægt að nálgast á Spotify sem og önnur lög af breiðskífu sveitarinnar, sem nefnist Aðalfundurinn.

Lestu meira

Annað áhugavert efni