Sunnudagur 10. desember, 2023
1.1 C
Reykjavik

„Þetta er frekar persónuleg plata“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hljómsveitin Vök sendi frá sér fyrr á þessu ári plötuna In the Dark en þetta er önnur plata hennar. Platan er nokkuð frábrugðin fyrri plötu sveitarinnar, Figure, sem er meira „mellow electropop“. Albumm hitti á Margréti Rán, söngkonu Vakar, og byrjaði að spyrja hana hvernig það kom til að gera seinni plötuna meira dúndrandi poppsmell.

 

„Mér finnst ótrúlega mikilvægt að fylgja sinni líðan þegar kemur að því að skapa. Þegar við byrjuðum að safna saman demóum og fórum með þau í stúdíóið, mynduðu þau svona ákveðna heild og voru í rauninni bunki af popplögum,“ útskýrir hún, en bætir svo við að þótt hún hafi verið skíthrædd við þetta þá hafi hún svo hugsað með sér að hún væri búin að semja þetta – þetta væri bara annað tímabil hjá bandinu.

„Þannig að það er aldrei að vita hvað kemur næst. Við vorum búin að gera þessar draumkenndu elektrónísku plötur áður, þannig að þetta skref meikar alveg 100% sens,“ segir hún sátt við útkomuna.

Tilfinningar sem þurfti að tjá

Textarnir á plötunni eru um persónulega hluti sem Margrét gekk í gegnum þegar platan var unnin. „Þetta eru tilfinningar sem maður þurfti að losa sig við út í kosmósinn og hlutir sem við Einar þurftum að tjá okkur um,“ segir hún en Einar sem er trommari sveitarinnar vann textana með henni. Þau sátu yfirleitt í stúdíóinu og töluðu um tilfinningar og skrifuðu.

„Eins og Spend the love er um neytandann og að þurfa alltaf að eignast hluti frekar en dreifa ástinni. Fantasía er um samfélagsmiðlanna og fullkomnu ímyndina sem maður fær bara að sjá,“ útskýrir hún.

- Auglýsing -

Um mánuði eftir að platan kom út var pakkað niður í töskur og túr hófst um Evrópu sem Margrét segir að hafi verið sá erfiðasti hingað til, en hljómsveitin hefur túrað mikið um heiminn.

„Það gekk í rauninni mjög vel en þessi túr var með þeim erfiðari sem við höfum farið því hann var svo þétt setinn. Við spiluðum nánast „non stop“ í þrjár vikur og það tók á taugarnar hjá fólki. En öllum heilsaðist vel, við fengum rosalega góð viðbrögð frá fólki og við skiluðum okkar sýningu vel,“ segir hún.

Spurð hvaða borg hafi staðið upp úr segir hún að Berlín hafi verið eftirminnilegust. „Ég elska Berlín. Við komum í sól og 18 stiga hita og náðum að eiga yndislegan dag þar og njóta þess að vera mannleg,“ segir hún og hlær. „Brighton var líka æði, svo mikil hippastemning þar.“

- Auglýsing -

Pródúserer aðra

Spurð hver munurinn sé að spila á Íslandi og úti í heimi, segir hún að einhvern veginn sé hún meðvitaðri um sjálfan sig hérna heima því það klikki yfirleitt ekki að þú þekkir nokkur andlit sem eru að horfa á þig.

Hvað er svo fram undan? „Semja meiri tónlist, ferðast um Ísland og njóta sumarsins, svo spilum við nokkur gigg hérna heima á næstuni,“ segir hún og bætir við að hún sé líka að pródúsera nokkra tónlistarmenn. „Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.“

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Sigga Ella

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -