Guðný Hrönn

232 Færslur

Oft löng og hlykkjótt leið og miklar tilfinningar

Nýjasta lína Farmers Market leit nýverið dagsins ljós. Bergþóra Guðnadóttir, yfirhönnuður Farmers Market, segir línuna vera ívið rómantískari heldur en eldri línur merkisins.

Tíu góð ráð fyrir barnaafmælið

Matarbloggarinn María Gomez deilir góðum ráðum sem koma sér vel fyrir þá sem eru að halda barnaafmæli. María Gomez er snillingur í að halda veislur...

Ekki allir sem halda gleðileg jól

Bloggararnir á Pigment.is standa þessa stundina fyrir jólahappdrætti til styrktar sjálfsvígsforvarnasamtökunum Píeta. Með happdrættinu er vakin athygli á að margir eiga um sárt að...

„Ætlaði bara að prufa og bakka út þegar ég vildi“

Það hvarflaði ekki að henni að vændið myndi hafa eins miklar afleiðingar og raun bar vitni. Kona sem stundaði vændi í nokkra mánuði í kringum aldamótin 2000 segir hér sína sögu. Enn þann dag í dag rekst hún reglulega á menn sem keyptu vændi af henni. Hún segir það alltaf jafnerfitt.

„Ég hef dílað við margt erfiðara en þetta í lífinu“

Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn í Klausturmálinu svokallaða, finnur fyrir miklum stuðningi frá sínum nánustu en líka fólki sem hún þekkir ekki. Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn í Klausturmálinu...

Kettirnir í Kattholti ekki jólagjafir

Starfsfólk Kattholts bendir á að ekki sé skynsamlegt að gefa gæludýr í jólagjöf. Forstöðukona Kattholts segir að ekki verði hægt að fá kött í Kattholti fyrir jólin ef ætlunin er að gefa köttinn í jólagjöf.

Sjá fyrir sér að spila fram í rauðan dauðann

Síðastliðinn föstudag hófst miðasala á tónleika með hljómsveitinni Ensími í tilefni þess að 20 ár eru liðin síðan fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Kafbátamúsík, kom út....

Hvetur fólk til að hugsa í umhverfisvænum lausnum

Í kvöld mun myndlistarkonan Edda Ýr Garðarsdóttir halda erindi á Lífsstílskaffi á Borgarbókasafninu í Gerðubergi. Hún mun kenna áhugasömum að nýja gamlar bækur, tímarit og jólakort til að pakka inn gjöfum og gera kort og skraut. Einnig verður farið í það hvernig hægt er að nota nánast allt sem til fellur af heimilinu og nýta í eitthvað fallegt fyrir jólin.

„Skrýtin, skemmtileg og dálítið óhugnanleg saga“

Það er óhætt að segja að nýja barnabókin Milli svefns og Vöku sé öðruvísi en flestar barnabækur. Bókin er fyrsta bók fjölmiðlakonunnar Önnu Margrétar...

„Aldrei samþykkja fyrsta tilboð“

Aðalsteinn Leifsson, framkvæmdastjóri hjá EFTA í Genf og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, hefur kennt samningatækni í fjölda ára. Hann hefur einnig veitt...

Auðvelt að gleyma sér í Íshúsi Hafnarfjarðar

Dyr Íshúss Hafnarfjarðar verða opnar almenningi um helgina. Þar mun ríkja notaleg jólastemning. Hægt verður að skoða vinnustofur hönnuða, listamanna og handverksfólks ásamt því að sötra kaffi og fræðast um jólakransagerð.

„Allt í einu var ég ekki lengur ein í þessu öllu“

Ljósið var Sólveigu Kolbrúnu Pálsdóttur ómissandi þegar hún greindist með krabbamein árið 2017. Hún hvetur fólk til að mæta á Ljósafoss félagsins sem er táknrænn viðburður sem minnir fólk á starfsemi Ljóssins.

Safnaði heimildum í 26 ár

Eftir að hafa safnað heimildum í um 26 ár mun kvikmyndagerðakonan Hrafnhildur Gunnarsdóttir loksins frumsýna kvikmyndina Svona fólk í kvöld. Svona fólk samanstendur af bíómynd og fimm þáttum sem verða sýndir á RÚV í vetur.

Róandi að hnýta eftir amstur dagsins

Mágkonurnar Ninna Stefánsdóttir og Íris Dögg Einarsdóttir sameinuðu krafta sína og gáfu út bók um hnýtingu macramé. Bókin er ekki aðeins handavinnubók heldur einnig falleg ljósmyndabók sem gaman er að hafa á sófaborðinu.

„Ég gafst upp á að streitast á móti sjúkdómnum“

Fanney Sigurðardóttir greindist með geðhvarfasýki árið 2011 eftir að hafa verið lögð inn á geðdeild. Í upphafi skammaðist hún sín mikið og setti sér það markmið að enginn skyldi komast að því að hún væri með geðsjúkdóm. Í dag hefur hún tekið sjúkdóminn í sátt og vill fræða áhugasama um geðhvarfasýki og áhrif hennar.

„Skilnaður skorar mjög ofarlega á streituskalanum“

Þær Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel Steindórsdóttir eru þessa stundina að vinna að sjónvarpsþáttum um skilnaði. Þær leita nú eftir viðmælendum sem hafa...