Mánudagur 4. nóvember, 2024
10.7 C
Reykjavik

Ástin blómstraði á Irkinu: „Komin með þreytuverki í fingurna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jónheiður Ísleifsdóttir kynntist kærastanum á Irkinu árið 1999.

Það er alveg ótrúlegt hvað tæknin getur gert, meira að segja árið 1999. Þá var Irkið svokallaða í fullu fjöri. Þar var hægt að spjalla við ýmiskonar fólk og stundum varð fólk ástfangið. Slíkt kom fyrir Jónheiði og Hörð Smára.

„Ég kíki oftast á irkið á hveijum degi. Það er misjafnt hversu ég lengi ég stoppa við en síðustu tvö árin hef ég verið virkur irkari,“ sagði Jónheiður Ísleifsdóttir, sem kallaði sig Joy á Irk-rásum, í viðtali við DV árið 1999. „Mig langaði til að kynnast nýju fólki og lenti fyrir tilviljun á mjög góðri rás þar sem ég hef eignast mjög góða vini. Ég var svo heppinn að kynnast kærastanum mínum á þessari rás. Það má líkja irkinu við gott kaffihús nema hvað maður getur alltaf farið inn en verið samt heima. Það byggist reyndar upp mikið félagslífi kringum þetta og þegar fólk er farið að kynnast þá hittist það utan irksins.“ 

Jónheiður kynntist Herði Smára Jóhannssyni, þáverandi kærasta sínum, á irkinu.

„Stundum er svo gaman að það getur verið erfitt að slíta sig frá þessu. í fyrstu eyddi ég oft mörgum klukkutímum í einu á irkinu. Metið mitt er ellefu klukkutímar og þá var ég komin með þreytuverki í fingurna. Í dag geri ég þetta meira í hófi og nota irkið til þess að ná sambandi við vini og kunningja. Ef ég þarf að ná í einhvem þá finnst mér oft þægilegra að fara á irkið en lyfta símtólinu. Þannig held ég að margir á mínum aldri hugsi í dag,“ sagði Jónheiður. 

Jónheiður sagði irkið hafa vaxið ótrúlega hratt þau tvö ár sem hún hafði stundað það. „Irkið er orðið ótrúlega stórt, rásunum fjölgar jafht og þétt og sér örugglega ekki fyrir endann á þeirri þróun.“

- Auglýsing -

Óhætt er er að segja að Irkið sé ekki jafn vinsælt í dag og það var rétt eftir aldamót. Þá fetuðu þau bæði tölvubrautina og samkvæmt heimildum Mannlífs eru þau bæði menntaðir forritarar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -