Þriðjudagur 10. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Brotist inn í Söngskóla Reykjavíkur: „Þetta var rosaleg aðkoma – algjör eyðilegging“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var ljótt um að litast um í Söngskóla Reykjavíkur árið 1990 eftir innbrot.

„Þetta var rosaleg aðkoma – algjör eyðilegging. Flygillinn okkar var eyðilagður, píanóið, tölvan og gluggar brotnir. Auk þess höfðu þrjótarnir fundið mjólkurhyrnu í nemendaherberginu og skvett úr henni um alla veggi og á húsgögn. Ég vona bara að skemmdarvargarnir finnist og hætti þessari vitleysu,“ sagði Garðar Cortes, skólastjóri Söngskólans í Reykjavík við DV um málið. Hann var einnig stofnandi skólans og stýrði honum um árabil en hætti árið 2022 vegna aldurs.

Ýmsum munum var stolið úr skólanum t.d. geislaspilara og kasettutæki og fáeinum þúsundum króna en að sögn Garðs voru peningar aldrei geymdir í skólanum. Kennarar og nemendur tók sig saman og þrifu húsið hátt og lágt.

„Hér er gott fólk og það lætur þetta ekkert á sig fá,“ sagði Garðar og að tjónið var einnig mikil tilfinningalegs eðlis og þá sérstaklega flygillinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -