Miðvikudagur 20. september, 2023
8.8 C
Reykjavik

Hundaránstilraun í Öskjuhlíð: „Skalf og nötraði af hræðslu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það er ekki á hverjum degi sem fuglar reyna stela hundum á Íslandi en það gerðist með lítinn hund árið 2005 í Öskjuhlíð.

Unnur Haraldsdóttir lenti heldur betur í óskemmtilegri lífsreynslu í Öskjuhlíð árið 2005 en þá reyndi hrafn að ræna litla hundinum hennar. „Þetta var skelfilegt augnablik að horfa á hrafninn læsa klónum utan um hundinn og fara af stað með hann. Ég hljóp af stað og baðaði út öllum öngum og á krumma kom styggð þannig að hann missti bráðina sem hann var kominn af stað með. Hundinum varð ekki meint af en skalf og nötraði af hræðslu,“ sagði Unnur Haraldsdóttir, eigandi pomeranian hundsins Betúel, í samtali við DV um málið. En þetta var í annað skipti sem hún og hundurinn hennar lenti í svona ránstilraun.

„Ég hefði aldrei trúað að þetta gæti gerst og hélt að ég hefði lent í einstöku tilfelli í fyrra þegar ég var einmitt stödd á sama stað í Öskjuhlíðinni. Þá var ég nýbúin að sleppa hundinum og sat inni í bíl, þegar ég sá krumma koma og sveima yfir hundinum. Ég fylgdist með og sá að hann steypti sér niður og greip með klónum utan um feldinn rétt eins og í gær en náði ekki nógu góðu taki. Þá slapp hann með skrekkinn og ég taldi þetta vera eitt einstakt atvik.“ 

Unnur var skiljanlega hrædd um að þetta gæti gerst aftur og sagði að það yrði bið þar til hún myndi sleppa hundinum aftur lausum og hvatti hún aðra hundaeigendur til að vera á varðbergi.

„Ég tel fyllstu ástæðu fyrir hundaeigendur að gæta hundanna sinna fyrir þessari hættu. Það munaði ekki miklu að hrafninn flygi á brott með Betúel og ég tel víst að ef ég hefði ekki verið nærri þá hefði ekki komið styggð að krumma og hann hefði komist upp með þetta.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -