Miðvikudagur 11. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Íslendingur sagðist hafa orðið fyrir stungu- og skotárás á Spáni – Meinið reyndist lifrarbólga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslendingur nokkur plataði Stöð 2 í desemberbyrjun árið 1991 með því að segjast hafa orðið fyrir bæði skot- og hnífaárás á Spáni.

Það var í byrjun desember árið 1991 að frétt birtist á Stöð 2 um 47 ára gamlan íslenskan karlmann sem lýsti árás sem hann sagðist hafa orðið fyrir á Spáni. Sagðist maðurinn hafa bjargað konu frá ræningjum en að þeir hefðu í kjölfarið bæði stungið hann og skotið í magann. Sagðist hann hafa legið á sjúkrahúsi í Alicante í 12 daga eftir árásina, þar af fyrstu sex meðvitundarlaus.

Þegar DV athugaði málið frekar stóð ekki steinn yfir steini. Hann hafði jú dvalið á sjúkrahúsinu, því laug hann ekki en hvorki hafði hann verið stunginn né skotinn. Meinið reyndist vera lifrarbólga.

DV sagði frá uppljóstrun sinni á sínum tíma:

Íslendingur á Spáni: Lifrarbólga að skotárás

47 ára íslendingur, sem segist hafa verið skotinn og stunginn með hnífi kviðinn á Spáni nýlega, reyndist aðeins vera með lifrarbólgu, að sögn lækna á sjúkrahúsi í Alicante. Frétt um skotárásina var á Stöð 2 í gærkvöldi. Maðurinn sagði í samtai við DV í gærmorgun að hann hefði verið að koma konu til bjargar sem verið var að ræna í þorpinu Torrevieja þar sem hann dvaldi. Atburðurinn hefði orðið skammt frá hóteli sínu og annar ræningjanna hefði skotið sig í maginn og síðan stungið sig með hnífi. Síðan hefði hann verið rændur. DV hafði samband við lækna á sjúkrahúsinu Casa de Reposo y Sanatorio í Alicante í gær. Þar sagðist maðurinn hafa legið í 12 daga eftir árásina, þar af sex fyrstu dagana meðvitundarlaus. Á sjúkrahúsinu var hins vegar sagt að Íslendingurinn hefði komið inn á sjúkrahúsið 1. nóvember og útskrifast þann 28. Meinið hefði verið lifrarbólga. Læknir urðu mjög undrandi þegar minnst var á skotsár og hnífstungu. Albert Guðmundsson, sendiherra Íslands í París, sem ræddi við manninn í síma, sagði við DV að hann hiefði haft milligöngu um að manninum yrði hjálpað heim til Íslands og að sjúkrahúsvistin á Spáni yrði greidd þar sem maðurinn væri peningalaus. Albert sagðist ekki hafa heyrt um neina skotárás. DV fékk sömu upplýsingar hjá utanríkisráðuneytinu í Reykjavík. Ræðismaður Íslands á Spáni hafi gefið þær upplýsingar að maðurinn hafi átt við veikindi að stríða sem ekkert eiga skylt við líkamsárás. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -