Fimmtudagur 21. september, 2023
7.8 C
Reykjavik

Íslensk bílasala fórnarlamb hrekkjalóms: „Þetta er alveg út í hött“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Árið 2005 varð Smári Sigurjónsson, eigandi Bílasölu Austurlands, fyrir frekar óvenjulegum hrekk.

Það þykir ekkert skrýtið að sjá bílasölur auglýsa og heldur ekki að auglýsa einhvers konar tilboð sem líta út fyrir að vera of góð til að vera sönn. Slíkt reyndist vera í tilfelli Bílasölu Austurlands árið 2005. Þá tók einhver hrekkjalómur sig til og setti auglýsingu í Fréttablaðið fyrir hönd Bílasölu Austurlands, án þess að vera starfsmaður fyrirtækisins.

„Síminn er búinn að vera á fullu hjá mér síðan klukkan sjö í morgun. Mér hefur ekkert orðið úr verki í dag,“ sagði Smári Sigurjónsson, eigandi Bílaasölu Austurlands, í samtali við DV árið 2005 en hann hafði engan húmor fyrir þessum hrekk. „Það er hvergi verið að selja þessa bíla á þessu verði. Þetta er alveg út í hött. Auk þess er ég hvorki með umboð fyrir svona bíla né að selja þá. Kollegar mínir fyrir sunnan eru einnig brjálaðir yfir þessu þar sem þetta hefur haft áhrif á viðmiðunarverð á amerískum pallbílum. Þetta mun hafa áhrif á sölu þessara bíla í einhvern tíma. Ég get ekki ímyndað mér hver sé tilbúinn í að leggja í þennan kostnað, einungis til að trufla mína vinnu.“

Auglýsingin sem umræðir var skráð á kennitölu fyrirtækisins var staðgreitt af manni sem Smári veit ekki hver er og kostaði hún 52 þúsund krónur árið 2005. Þá hafi viðbörgð fólks verið ótrúleg. Sumt fólk hafi skammað Smára fyrir að vera lengi að svara símtölum þeirra.

„Ég er að íhuga hvort ég eigi að leita réttar míns í þessu máli, en veit að það verður erfitt þar sem enginn veit hver þessi maður er. Ég ber engan kala til Fréttablaðsins, enda þýðir lítið að hengja bakara fyrir smið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -