Fimmtudagur 12. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Íslensk ungmenni saklaus í amerísku fangelsi: „Farið að líða eins og sögupersónu í hryllingsmynd“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristrún Gunnarsdóttir og vinur hennar, sem hún kallar Einar, lentu í ótrúlegri atburðarás á ferðalagi um sýslur Kaliforníu. Þau kynntust manni að nafni Ziegler og ákváðu að ferðast um Kaliforníu með honum þar sem hann sagðist þekkja fylkið vel. Þau eru svo síðar stoppuð af vegalögreglu vegna hraðaksturs en þá kemur í ljós að ökuskírteini Zieglers er útrunnið. Við leit í bílnum og í föggum þeirra fann lögreglumaðurinn eiturlyf í farangri Zieglers og handtók þau öll á staðnum. Við tók barátta við kerfið.

Þessi ótrúlega sanna saga gerðist árið 1988 en hér fyrir neðan má lesa umfjöllun DV um málið:

Íslensk ungmenni lentu í fangelsi í Kaliforníu

– voru farþegar í bíl manns sem reyndist vera eiturlyfjasali

Ævintýri stór og smá hafa heiUað margan manninn en stundum getur ævintýrið skyndilega breyst í martröð, líka þeim sem þekkjast í hryllingsmyndunum og engan óraði fyrir.
Íslendingar fara ekki varhluta af þvílíkum óvæntum uppákomum þótt slíkt gerist vonandi ekki oft. Ung íslensk stúlka, Kristrún Gunnarsdóttir, upplifði í byrjun sumarsins skelfilega martröð er hún var á ferðalagi í Los Angeles.

Kristrún kom til stórborgarinnar í vor ásamt vini sínum, sem hún kýs að kalla dulnefninu Einar. Hún hugðist sækja um skólavist í nokkrum myndlistarskólum í Los Angeles. Tímann fram að hausti ætluðu þau svo að nota til að ferðast um Kaliforníu og næstu fylki.
„Við þóttumst heldur betur heppin þegar við kynntumst Ziegler sem að eigin sögn hafði í mörg ár ekið vöruflutningabíl. Sagðist hann þekkja landið mjög vel og vita hvar væru fallegir og áhugaverðir staðir. Við þrjú ákváðum þá að leggja saman af stað í ferðalag. Þetta var um mánaðamótin maí-júní. Til að byrja með var ferðinni heitið í norður, gegnum
Kalifomíu til Oregonfylkis, þar sem Ziegler sagðist eiga ættingja og vini.

Svo var það aö morgni fostudagsins 3. júní að bifreiðin, sem þau voru í, var stöðvuð vegna hraðaksturs. Vorum við þá stödd á þjóðvegi 97, í rétt um 50 km fjarlægð frá mörkum Kaliforniu og Oregon. Ég og Einar vorum bæði sofandi í bifreiðinni en vöknuðum við samtal Zieglers og vegalögregluþjónsins Himburger. Hann tók ökuskírteini Zieglers til athugunar á
tölvunni sinni í lögreglubílnum. Kom hann svo til baka og spurði hvort þau hefðu áfengi í bílnum. Þegar hann hafði gert lauslega leit á gólfi og undir sætum leyfði hann okkur að halda ferðinni áfram.

- Auglýsing -

Um 15 mínútum síðar stöðvaði Himburger bifreiðina aftur. Lögregluþjónninn var þá að tilkynna Ziegler að skírteini hans væri útrunnið. Himburger bað okkur öll að stíga út úr bílnum og spurði mig og Einar um ökuskírteini sem bæði reyndust í lagi. En Himburger lét
ekki þar við sitja heldur hóf hann að tína út úr bílnum persónulegar eigur okkar. Opnaði hann töskur og annað án þess að biðja um leyfi, hvað þá að hann hefði nokkurt opinbert
leyfi.

Vinurinn orðinn eiturlyfjasali

Og þá skall reiðarslagiö yfir. Upp úr snyrtitösku Zieglers dró hann lítinn poka sem innihélt marijuana, um það bil 5 grömm, og lítið meðalaglas sem Ziegler tjáði honum að innihéldi
kókaín. Það næsta sem gerðist var að við Einar vorum látin sitja aðskilin utan vegar á meðan Himburger kallaði á aðstoð fíkniefnalögreglu.

Hún mætti á staðinn og grandskoðaði bílinn, með þeim árangri að í fórum Zieglers fundust 3 únsur af kókaíni og 1 únsa af marijuana. Ziegler tjáði lögreglunni strax að hann ætti efnið og við Einar værum ekki einu
sinni í vitorði. Lögreglan sýndi orðum hans lítinn áhuga og vorum við öll þrjú færð til næsta fangelsis sem er í Yreka, 5000 manna bæ rétt við mörk fylkjanna.

- Auglýsing -

Við vissum ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Ziegler kom okkur svo sannarlega á óvart. Hann reyndist allt í einu vera kókaínneytandi og sölumaður sem stóð í smygli á milli
fylkja. Samt hafði hann manndóm til að skammast sín fyrir óþægindin sem hann var að baka okkur því hann margendurtók játningu sína sem eigandi efnisins, bæði við handtöku og eftir að við komum til fangelsisins. En allt kom fyrir ekki. Öll vorum við bókuð inn í fangelsið með sömu ákæru. Þegar bókun var lokið var okkur vísað sínu á hvem almenningsklefann.

Ziegler

Það leið á fimmta sólarhring áður en við komum fyrir dómara í fyrsta
sinn. Í millitíðinni hafði enginn spurt okkur eins eða neins, ekki einu sinni hvort við hefðum lögfræðinga eða hvort sveitarfélagið þyrfti að útvega almenningsverjendur. Þar sem við Einar höfðum ekkert á okkar samvisku biðum við með þolinmæði eftir þvi að þessi misskilningur yrði leiðréttur. En þrátt fyrir fávísi okkar um bandarískt réttarkerfi var okkur
strax farið að gruna að ekki væri allt með fefldu. Það var því lán í óláni að föngum í þessu fangelsi er frjálst að nota síma, svo framarlega sem hringt er „collect“. Gátum við því haft símasamband við íslenska konu, Gerði, sem við bjuggum hjá í Los Angeles, til að hafa með í ráðum.“

Lögregluofríki í Kaliforníu?

Kristrún talar um í upphafi að gífurlegum fjármunum sé eytt í aukinn herafla yfirvalda til að stemma stigu við sölu og dreifingu á eiturlyfjum, sérstaklega á kókaíni. En þessi aukni herafli í leit að glæpamönnum hafi hins vegar valdið almennum borgurum alls kyns óþægindum. Yfirvöld virðast ekki alltaf vita hvar takmörkin liggja og hafa saklausir
mátt heyja harða baráttu við að sanna sakleysi sitt, að sögn Kristrúnar. Fólk þarf að þola líkamsleit og jafnvel húsleit að ósekju. Af þessum sökum hefur sprottið upp umræða á
opinberum vettvangi um hættuna á að lögregluofríki sé að skapast í Kalifomíu. Segir Kristrún að sú umræða hafi jafnan verið þögguð niður þar sem um ákaflega viðkvæmt mál sé að ræða og að yfirvöld vilji sem minnst ræða um þessar aukaverkanir af aðgerðum sínum. 

Aðeins einn almenningsverjandi í sýslunni

„Svo klukkan fjögur á þriðjudegi vorum við færð í réttarsal. Rétturinn fór þannig fram að ákveðinn var nýr dómsdagur að viku liðinni og að öll þrjú þyrftu alméfiningsverjanda.
Síðan var okkur vísað aftur til klefa. Í þetta skiptiö mátti líða vika til viðbótar áður en hreyfing kæmist á málið og enn hafði enginn spurt okkur stakrar spurningar. Þetta var óhugnanleg tilfinning. Mér var farið að líða eins og sögupersónu í hryllingsmynd. Tekin til fanga og mátti svo bara sitja á bak við rimla án þess einu sinni að fá að tjá mig um málið. Við hringdum í Gerði og sögðum henni hvernig fór í réttinum. Henni var líka hætt að standa á sama. Miðað við þær lögfræðiupplýsingar, sem hún hafði aflað sér, var margbúið að bijóta á rétti okkar. Gerður óttaðist að yfirvöldum yrði ekki treystandi til að ganga eðlilega
fram í þessu máli og tók sér því sjálf ferð á hendur norður til Siskiyousýslu, í þeim erindum að útvega lögfræðinga til varnar. Hún kom til Yreka-bæjar síðdegis á föstudag og fór strax að hitta Mr. Brown, lögfræðing sem henni hafði verð bent á. Helgina sem í hönd fór notaði
Gerður til að kynna sér bæjarlífið í Yreka. Komst hún fljótt að því að eitthvað væri bogið við yfirvöld á þessum stað.

Til dæmis var nýlega kosið um dómara. Annar af almenningsverjendum staðarins bauð sig fram en tapaði. Hann rauk þá í fússi úr bænum og þess vegna var bara einn almenningsverjandi í sýslunni. Hann átti svo einn að taka mál okkar þriggja fyrir rétti sem er náttúrlega ólöglegt.

Gerði fannst, eins og okkur, sem í þessari sýslu væri andi eins og maður sér stundum í bíómyndum. Sagan um smábæinn einangraða þar sem löggan og dómarinn halda öllum í
heljargreipum. Í fangelsisgarðinum hitti ég til dæmis bónda sem dæmdur var fyrir nautgripaþjófnað vegna þess að yfirvöld þurftu á landsvæðinu hans að halda. Annað dæmi er maður sem sat í klefa með Einari. Hann var sakaður um að hafa stolið eigin bíl, hvemig sem það er nú hægt. Það tók foreldra mannsins um það bil viku að sanna eignarrétt hans
á bílnum, en á meðan mátti hann sitja á bak við rimla.

Þetta er óneitaniega hálfundarlegt allt saman og ég held að fólk þurfi að lenda í svona stöðu til að skilja hversu hættulegt lögregluríki getur orðið. Ekki það að glæpamenn eigi
að vaða uppi hindrunarlaust heldur verða að vera skýr og greinileg mörk á því hvenær yfirvöld mega grípa til aðgerða og hvenær ekki.

Á mánudeginum fékk Mr. Brown skýrsluna frá Himburger og fíkniefnadeildinni. Þá var búið að athuga hvort við værum eftirlýst hjá alþjóðalögreglu eða annars staðar í Bandaríkjunum. Svo reyndist ekki vera. Þegar Mr. Brown fór í gegnum skjölin kom í ljós að mér var haldinni fanginni án gildrar ástæðu. Himburger hafði með loönu orðalagi tengt Einar við kassettutösku sem í fannst glas með kókaíni, en orðalagið eitt var ekki næg ástæða til að halda honum föngnum. Heimilt hefði verið að halda honum til yfirheyrslu í 3 sólarhringa en eins og komið hefur fram hafði enginn spurt okkur nokkurrar spurningar í hátt á aðra viku.

Vegalögreglan fræg fyrir ótuktarskap

Mr. Brown fannst þetta mál allt mjög áhugavert. Hann vissi að Himburger var frægur fyrir ótuktarskap og upplognar sakir. Honum var líka uppsigað við yfirvöld á staðnum og sá sér þarna færi á að ná sér niðri á þeim. Mr. Brown tók að sér mál Einars og útvegaði mér traustan mann. Ziegler varð að notast við almenningsverjanda staðarins sem fer að
jafnaði með um 20 mál á dag.

Á þriðjudagsmorgni kl. 9 vorum við færð í réttarsal í annað sinn. Það
sem geröist í réttarsalnum þennan morgun var að dómarinn spurði um
Himburger sem sitja átti fyrir svörum vegna skýrslu sinnar. Himburger
mætti ekki á staðinn vegna „anna“ eins og saksóknari orðaði það. Dómarinn varð þá ævareiður og frestaði rétti fram yfir hádegi. Lögfræðingamir fengu ekki að segja eitt einasta orð.

Eftir hádegi var svo aftur mætt í réttarsal. Himburger var enn ekki mættur. Mr. Brown tókst að koma því að að Einar væri saklaus og auðvelt væri að sýna fram á það. Mínum lögfræðingi tókst að segja eitthvað svipað. Dómarinn, sem var hálfheyrnarlaus, virtist ekki vita hver væri að verja hvern. Hann þaggaði niður í lögfræðingunum á þeim forsendum að allir væru að tala í einu og ákvað síðan nýjan dómsdag, föstudaginn 17. júní. Enn einu sinni var okkur þremenningunum vísað í klefa án þess að nokkur árangur
næðist.

Lögfræðingarnir voru bæði reiðir og móðgaðir. Mr. Brown hóaði í minn lögfræðing og almenningsverjandann og boðaði þá til fundar á skrifstofu sína. Þeir bára saman bækur
sínar og komust að því að sækjandi hafði í raun ekkert mál að sækja þar sem yfirvöld hegðuðu sér ólöglega frá upphafi málsins. Leitin í bifreiðinni og handtakan fór ólöglega fram
og var búið að brjóta ítrekað á rétti okkar. Það var illa komið við kauninn á yfirvöldum sýslunnar þegar lögfræðingamir höfðu samband við skrifstofu saksóknara og tjáðu honum að allt þetta mál ætti með réttu að falla niður. Yfirvöld vildu samt ekki missa málið alveg úr höndunum þar sem Ziegler var augljóslega sekur um eiturlyfjasölu og dreifingu. Brugðu þau því á það ráð að leggja samninga fyrir lögfræðingana og leysa málið þannig af sanngirni.

Loks vorum við sýknuð

Á fimmtudeginum fékk Ziegler svo í hendurnar plagg þar sem hann sjálfviljugur sækir um meðferð sem eiturlyfjasjúklingur í 3 mánuði og verður síðan undir eftirliti yfirvalda í þrjú ár þar á eftir. Undirritaði hann með þeim skilmálum að við yrðum sýknuð af öllum ákærum. Þá voru okkur fengin í hendur plögg til undirritunar þar sem ákærur á hendur okkur falla niður ef við lofum að ákæra ekki: Siskiyou-sýsludóm, vegalögreglu sýslunnar, fíkniefnalögregluna, yfirvöld Kaliforníu-fylkis eða bandaríska ríkið.

Við undirrituðum bæði án þess að hugsa út í hvað lögsókn gegn þessum aðilum gæti þýtt. Seinna kom í ljós að við hefðum átt rétt á að minnsta kosti fjórum milljónum íslenskra
króna í skaðabætur.

En þetta var virkilega fallegur 17. júní og loksins vorum við orðin einhvers virði,“ segir Kristrún. „Það er sárt til þess að hugsa hve saklausir þurfa oft að leggja mikið á sig til að
sanna sakleysi sitt. En stríð er stríð og aldrei að vita hvenær veðjað er á rangan hest.“
-RóG.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst á síðu Mannlífs 20. apríl 2022.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -