Miðvikudagur 13. nóvember, 2024
7.2 C
Reykjavik

Kenndi föngum á Litla-Hrauni að opna lása: „Menn sem vita mjög lítið um mjög margt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fangi á Litla-Hrauni gaf út fréttablaðið Hraunbúinn árið 2004.

Rúnar Ben Maitsland lét sér ekki leiðast þegar hann sat inni í fangelsi árið 2004 fyrir fíknaefnasmygl heldur tók sig til og byrjaði með fréttabréf og fjallaði DV um útgáfu Rúnars. Þar skrifaði hann um hugleiðingar sínar og tilveru ásamt því að kynna öðrum föngum fyrir ýmiskonar fróðleik eins og hvernig ætti að opna lása. Þar fór Rúnar yfir hvernig lásar virka og hvað þurfi til að opna lása án lykils. 

En Rúnar skrifaði einnig um pólitík, málefni fanga og brandara. 

„Lögreglumenn em fólk sem veit mikið um mjög lítið og heldur áfram að læra meira og meira um minna og minna þangað til það veit bókstaflega allt um ekkert. Lögfræðingar em á hinn bóginn menn sem vita mjög lítið um mjög margt og halda áfram að læra minna og minna um fleira og fleira þangað til þeir vita bókstaflega ekkert um allt. Dómarar em fólk sem í uppphafi veit allt um allt en endarmeð því að vita ekkert um ekkert af stöðugri umgengni við lögreglu og lögmenn.“

Að sögn Rúnars voru fangverðir sáttir með fréttablaðið og kölluðu það „Litla-DV“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -