Föstudagur 13. desember, 2024
-0.4 C
Reykjavik

Kynferðisleg auglýsing KSÍ um kvennalandsliðið umdeild: „Mér finnst þetta sorglegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 2001 ákvað KSÍ að auglýsa landsleik hjá íslenska kvennalandsliðinu á nokkuð umdeildan máta en Morgunblaðið fjallaði um málið á sínum.

Auglýsing umdeilda birtist daginn fyrir landsleik kvennalandsliðsins við Ítalíu en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli. Í auglýsingunni sátu leikmenn liðsins fyrir léttklæddar og stóð undir myndinni „Stelpuslagur.“ Auglýsing vakti mikla athygli og þótti umdeild í samfélaginu á þeim tíma og töldu sumir hana vera kynferðislega.

Valgerður Bjarnadóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, sagði við Morgunblaðið auglýsinguna vera sorglega. „Mér finnst þessar stelpur, sem ég ber heilmikla virðingu fyrir, vera að gefa eftir fyrir markaðsöflunum og segja að ekkert sé neins virði nema það sé ofbeldi í því og einhver kynlífssala,“ sagði Valgerður. „Þegar orðið „stelpuslagur“ og íþróttastelpur í bikiníi, sem tengist þeirra íþrótt ekki á neinn hátt, fer saman í auglýsingu er leðjuslagur það fyrsta sem kemur upp í hugann, ekki bara hjá mér heldur fleirum, stelpur að slást, æsandi og spennandi. Mér finnst þetta sorglegt, ég vildi að þær gætu bara staðið fyrir það sem þær eru að gera með fullri virðingu og fengið athygli út á það, krefjast þess að fá athygli út á það, en ekki það sem heimurinn veitir sjálfkrafa athygli.“

Hún tók þó fram að ef orðið „stelpuslagur“ hefði verið tekið út hefði það breytt miklu.

„Þær eru ekki kyntákn á vellinum, þar eru þær konur sem eru að brjóta múra dálítið, að krefjast þess að fá að stunda sín áhugamál sem kunna að vera dálítið óhefðbundin enn þá. Það tekur tíma að vinna sér virðingu þegar við erum að fara inn á óhefðbundin svið.“

Landsliðið fékk hugmyndina

Ásthildur Helgadóttir, þáverandi fyrirliði, sagði stelpurnar í liðinu hafi fengið hugmyndina að auglýsingunni en starfsmaður auglýsingastofu hafi stungið upp á orðinu „stelpuslagur.“

„Það var ágætishugmynd og vakti eiginlega meiri athygli á þessu,“ sagði Ásthildur. „Ég held að það sé bara allt í lagi að vekja þetta umtal, það var eiginlega það sem við vorum að sækjast eftir. Það hefur oft verið í umræðunni að stelpur verði bara feitar, með feit læri og stóran rass af að vera í fótbolta. Við vildum kannski líka sýna að við erum í góðu formi og æfum vel. Það virðist vera raunin að það þurfi að gera eitthvað róttækt, sérstaklega við stelpurnar.“

Ekki dónaleg

Eggert Magnússon, þáverandi formaður KSÍ, var ósammála þeirri gagnrýni sem auglýsingin fékk og fannst hún ekkert dónaleg.

- Auglýsing -

„Mér finnst dónaskapur við stúlkurnar hvað mæta fáir á völlinn, þær hafa staðið sig mjög vel og verið með mjög góðan árangur og eiga það hreinlega skilið að fólk styðji við bakið á þeim. Stundum er verið að fjalla um það í ræðu og riti að það sé ekki nóg gert í kvennaknattspyrnunni, það ágæta fólk sem heldur því fram á að minnsta kosti að sýna þá stórmennsku að mæta á völlinn.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -