Þriðjudagur 26. september, 2023
11.1 C
Reykjavik

Limmubílstjóri gaf barnungum farþegum áfengi: „Tel að mamman sé að gera úlfalda úr mýflugu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ungir krakkar djömmuðu í limmu árið 2000.

„Það er skelfilegt að ellefu ára böm geti pantað sér limósínu með kampavíni án nokkurra málalenginga,“ sagði Þórdis Gunnarsdóttir í Mosfellsbæ í samtali við DV en sonur hennar leigði limósínu af fyrirtækinu Glæsivögnum og bauð tíu börnum með sér í bíltúr á Þorláksmessukvöldi árið 2000. Á sama tíma var Þórdís að versla jólagjafir í Kringlunni. Þórdís sagði að bílstjórinn hafi gefið og selt börnunum áfengi. 

 „Það var ekkert öðruvísi en að bílstjórinn kom upp í Snælandsvídeó í Mosfellsbæ og spurði um son minn sem svaraði og var þá boðið ásamt gestum inn í limósínuna. Þar dró bílstjórinn upp kampavínsflösku og skenkti í þau tíu glös sem voru í bílnum. Sonur minn fékk ekkert því vinur hans, sem var næstyngstur, fékk síðasta glasið. Eftir að bílstjórinn hafði rúntað með bömin niður í bæ seldi hann flmmtán ára strák bjór og ók svo öllum heim,“ segir Þórdis en sagði sonur hennar upphaflega henni að honum hefði verið boðið í stuttan bíltúr en hún komst að því milli jóla og nýárs að krakkarnir hefðu fengið áfengi frá bílstjóranum.

“Þá fékk ég að vita að það væri sonur minn sem limósínan var pöntuð á. Ég hringdi í Glæsivagna og bílstjórinn viðurkenndi að hafa skenkt þeim vínið en sagði sér til afsökunar að það hefði verið svo lítið,“ sagði Þórdís sem tilkynnti atvikið til lögreglunnar en sonur Þordísar borgaði ferðina með peningum sem hann vann sér inn með heldur óvenjulegum hætti.

“Fimmtán ára strákur, sem lögreglan lýsir sem mafíósa, borgaði honum tíu þúsund krónur fyrir að taka á sig sök fyrir að hafa stolið rándýrri fartölvu skömmu fyrir jól. Lögreglan segir að í Mosfellsbæ séu nokkrir mafiósar á aldrinum 15 til 16 ára sem notfæri sér þá yngri til að fremja þjófnaði og taka á sig sakir gegn greiðslu.“ 

Ragnar Ólafur Magnússon, eigandi Glæsivagna, harmaði atvikið en sagði móður drengsins vera gera úlfalda úr mýflugu. Þá greindi hann frá því að bílstjórinn hafi verið rekinn.

- Auglýsing -

„Mér finnst þetta leitt en bílstjórinn lét undan krökkunum. Þetta á auðvitað ekki að koma fyrir og mun ekki gerast aftur,“ sagði Ragnar. „En þessir sömu krakkar hafa reyndar tekið bílinn hjá mér áður og þá haft áfengi um hönd sem þau fengu frá foreldrum sínum,“ bætir hann við. „Það verður enginn drukkinn ef einni freyðivínsflösku er skipt á milli átta bama. Og ég tel að mamman sé að gera úlfalda úr mýflugu, miðað við að unglingar langt undir aldri ganga inn á skemmtistaði og drekka sig fulla þar. Þetta var ekki svoleiðis.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -