Laugardagur 30. september, 2023
10.1 C
Reykjavik

Rekinn eftir viðtal við Víkurfréttir: „Mér sýndur hroki og dónaskapur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það gekk heldur betur margt á í fyrstu Idol-keppni Íslands sem Kalli Bjarna sigraði árið 2004. 

Arnar Dór Hannesson var einn af keppendum íslenska Idol-þáttarins og þótti nokkuð sigurstranglegur en hann lenti hins vegar í því að vera rekinn úr þættinum eftir að hafa brotið fjölmiðlabann keppninnar.

„Það birtist við mig lítið viðtal í blaðinu Víkurfréttir í Keflavík en þar er alltaf viðtal við þá sem hafa skarað fram úr í vikunni. Í blaðinu svaraði ég nokkrum spurningum sem tengdust ekki efni Idol þáttarins. Svo fékk ég símtal frá dagskrárstjóra Stöðvar 2 og í símtalinu var mér sagt að ég væri rekinn úr keppninni. í símtalinu var mér sýndur hroki og dónaskapur,“ sagði Arnar Dór Hannesson í viðtali við Fréttablaðið árið 2004 um málið.

„Þetta eru í rauninni reglur sem við verðum að hlíta hvort sem okkur líkar betur eða ver. Þær koma frá Fremantle sem á Idolkeppnina hvar sem hún er haldin í heiminum. Við fengum sendar frá þeim tvær hnausþykkar biblíur sem við þurftum að fara rækilega í gegnum áður en við gátum hafist handa. Þar er rækilega kveðið á um hvernig keppnin á að ganga fyrir sig,“ sagði Þór Freysson, framleiðandi þáttarins, í viðtali við DV.

„Mér datt ekki í hug að þetta viðtal sem er dreift á svona litlum stað skipti máli. Ég hef margsinnis hringt upp á Stöð 2 og spurt hvort ég megi gera hitt og þetta og ég spurði síðast hvort ég mætti taka þátt í leiklistarsýningu FB og fékk leyfi til þess að fara með aðalhlutverkið í söngleiknum Hárinu,“ sagði Arnar um samskipti sín við Stöð 2 en hann var á því að ekki hafi verið komið eins fram við alla keppendur.

„Það er sagt að allir eigi að fá jafna fjölmiðlaumfjöllun en auðvitað er erfitt að standa undir því. Ég er ekki að reyna að réttlæta það að ég hafi farið í viðtalið en það hafa birst önnur viðtöl. Sumir keppendur hafa birst í nokkrar sekúndur á skjánum áður en þeir spreyta sig á keppninni sjálfri meðan öðrum hefur verið fylgt eftir á heimaslóðir og birst fjórfalt meir á sjónvarpsskjánum,“ en Arnar sér alls ekki eftir að hafa tekið þátt.

- Auglýsing -

„Maður er búinn að eyða fjórum mánuðum í þessa vinnu og ég sé alls ekki eftir að hafa tekið þátt í keppninni. Sem betur fer er meirihluti starfsfólksins í keppninni að vinna frábært starf.“

Síðar meir lenti Arnar í 2. sæti í þáttunum The Voice Ísland árið 2017 en hann er einnig menntaður rafvirki.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -