Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Slökkviliðsmenn lömdu hvor annan á vettvangi á Sauðárkróki: „Ekki neitt ofboðslega sannfærandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Slökkviliðsmenn á Sauðárkróki voru ósammála um aðgerðir árið 2000

„Ég hef aldrei heyrt neinar sérstakar frægðarsögur af slökkviliðinu héma í bænum en reyndar séð til þeirra á brunastað og þá virkuðu þeir ekki neitt ofboðslega sannfærandi. Þessi uppákoma á þrettándanum var hins vegar vægast sagt fyndin, svo ekki sé meira sagt,“ sagði ónafngreindur Sauðkrækingur í samtali við DV um slagsmál slökkviliðsmanna á Sauðarkróki árið 2000. 

Þannig var mál með vexti að skátar héldu þrettándabrennu utarlega í bænum eins og þeir höfðu gert undanfarin ár. Slökkviliðið var mætt á stað ef ske kynni að eitthvað færi úrskeiðis. Þeim fannst einhverjum fjúka of mikið úr brennunni og ákváðu að slökkva í henni. Það fór ekki betur en að þrýstingurinn frá vatninu skaut logandi braki og vatni yfir áhorfendur. Þá var ósætti innan hópsins með þessar aðgerðir og úr urðu slagsmál en sjónarvottar voru steinhissa yfir öllu þessu.

„Ég held varla að þetta sé blaðamál. Þetta er innanhússmál sem búið er að leysa og ég fer ekki að tjá mig um það í fjölmiðlum,“ sagði Óskar Stefán Óskarsson, slökkviliðsstjóri á Sauðárkróki, þegar DV hafði samband við hann um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -