Laugardagur 7. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Snoop Dogg fékk sér KFC í Keflavík: „Var með fullt af séróskum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rapparinn Snoop Dogg fékk sér KFC á Íslandi árið 2005. 

„Ég þurfti að halda starfsfólkinu lengur til að geta eldað ofan í Snoop Dogg,“ sagði Sigríður Atladóttir, vaktstjóri hjá KFC í Keflavík, árið 2005 en rappkappinn spilaði á tónleikum á Íslandi 2005.

„Við lokum alltaf klukkan tíu, þá yfirgefa allir starfsmenn staðinn. En við vorum lengur á sunnudagskvöldinu. Við þurftum að steikja matínn svo seint. Svo kom maður frá IGS – Grand Service uppi á Velli og sótti matinn,“ en ýmislegt sem rapparinn vildi panta var ekki til.

„Snoop Dogg var með fullt af séróskum. Hann vildi makkarónur með osti. Svo vildi hann kartöflubáta en ekki franskar. Svo vildi hann bakaðar baunir sem við erum ekki með hér á Íslandi. Já, hann vildi margt sem við erum ekki með hér,“ sagði Sigríður í viðtali um málið við DV.

„Ég gat ekki farið á tónleikana af þvíað ég var að vinna en ég gaf honum að borða í staðinn. Já, ég hefði viljað fara. Vinkonur mínar voru á tónleikunum og voru alltaf að hringja og leyfa mér að hlusta,“ sagði Sigríður að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -