Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Trúarofsi ungmenna í Vestmannaeyjum – Brenndu alla geisladiska Kiss og Madonna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1995 urðu undarlegir atburður í Vestmannaeyjum, reyndar svo einstakir, að hvergi finnast heimildir um sambærilega hjarðhegðun á Íslandi, hvorki fyrr né síðar. Svo virðist sem að um tveir tugir ungmenna, flest á aldrinum 18 til 20 ára, hafði gengið í Hvítasunnukirkjuna um áramótin það árið.  Söfnðurinn var ekki stór, aðeins um hundrað sálir.

Minnti óþægilega á nasista

Ungmennin mun aftur á móti hafa fyllst kristnum trúarofsa í kjölfar inngöngunnar. Ofsinn lýsti sér í hatri sem beindist einkum að bókum og geisladiskum sem hinum guðhræddu ungmennum virtist hafa vera í sérstakri nöp við.

Andlegur leiðtogi þeirra, Snorri Óskarsson, betur kenndur við söfnuðinn Betel í Vestmannaeyjum, var hinn kátasti með unga fólkið.

„Andi guðs snerti við fólkinu. Við vöknum til meðvitundar um að við eigum lifandi trú og Jesú Kristur sé frelsari okkar. Ekki er hægt að segja að hingað sæki einn hópur í þjóðfélaginu fremur en annar. Allir upplifa hins vegar drottinn og frelsiskraft hans. Hugarfarsbreyting verður og áhuginn á Biblíunni vaknar. Biblían færir heim myndugleika, valdið, og endurhæfing hefst,“ sagði Snorri í viðtali við Morgunblaðið á sínum tíma.

Reisti unga fólkið veglegan bálköst og hófst handa við að brenna bækur og geisldiska sem þóttu innihalda óæskilega og óguðlega tónlist og texta.

- Auglýsing -

Mörgum var brugðið við gjörninginn sem þótti minna óþægilega á bókabrennur nasista á sínum tíma.

Kiss og Madonna

Meðal þess sem ungmennunum var sérlega illa við var „djöfulleg” tónlist, sérstaklega virðist tónlist bandarísku rokksveitarinnar Kiss hafa angrað unga fólkið en voru geisladiskar tónlistarinnar með því fyrsta sem fuðraði upp á bálinu í Eyjum. Geisladiskar hljómsveitarinnar Iron Maiden fengu sömu örlög svo og tónlist poppgyðjuna Madonnu, svo fátt eitt sé nefnt.

- Auglýsing -
Snorri í Betel.

Í frétt Morgunblaðsins frá 1995 segir að fimm til sex hundruð geisladiskar að verðmæti allt að einni milljón króna hafi verið brenndir í einni slíkri brennu á gömlu sorphaugunum í Vestmannaeyjum það sumarið. Fleiri slíkar brennur voru haldnar í Vestmannaeyjum þetta árið og enn aðrir safnarmeðlimir brenndu „ókristilegt” efni í einrúmi.

Skólameistara leist ekki á blikuna

Skólameistara Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum, Ólafi Hreini Sigurjónssynim leist ekki á blikuna og kvaðst vera hræddur við hvers konar múgæsingu og ofstæki. Ólafur Hreinn sagði að áhuginn á Betelsöfnuðinum hefði ekki farið fram hjá sér og einhver hópur nemenda í skólanum og annara ungmenna hefði gengið til liðs við söfnuðum á síðustu misserum. Útilokaði skólameistairnn ekki að um tískusveiflu væri að ræða.  „Mér finnst líka að fólk sem gefur sig út fyrir að vera fremst í flokki varðandi kristni megi ekki gleyma því meginstefi kristninnar að umburðarlyndi og réttsýni ráði ferðinni,“ sagði Ólafur Hreinn og tók fram að skólamenn hlytu ætíð að vera gagnrýnir á bækur og aðrir slíkir miðlar væru brenndir.

Djöflarokk sem hvetur til kynvillu

Snorri var ekki á sama máli og skólameistarinn og sagði mikið af væri til af djöfla- og dauðarokki sem hvetti til siðleysis, meða annars „kynvillu og tvíkynja samskipta”.

Þegar að unglingarnir áttuðu sig svo á því að textarnir væru í algjörri andstöðu við Biblíunna gætu þeir ekki lengur notið tónlistarinnar. Tónlist sem talin var gagna gegn boðorðunum á einhvern hátt, Biblíunni eða „kristnu siðferði” var húrrað á eldinn.

„Þeir fengu hugmyndina að því að brenna diskana eftir að hafa lesið í Postulasögu 19 að söfnuðurinn hefði brennt kuklbækur,” sagði Snorri við Morgunblaðið.

Ógeðfellt og hættulegt

Brennan var víða fordæmd í fjölmiðlum. Í leiðara Alþýðublaðsins, sem greindi fyrst frá brennunni, stóð: „Trúarofstæki er bæði ógeðfellt og hættulegt. Þeir menn sem telja sig erindreka almættisins, prókúruhafa guðs og sérfræðinga í sannleikanum hafa leitt ómældar hörmungar yfir mannkynið. Slíkir menn sá frækornum fyrirlitningar í frjóa jörð fáfræðinnar.

Uppskeran er þröngsýni og dómharka.“

Samkynhneigð ávísun á helvíti

Síðar dró Snorri nokkuð um atburðinum og sagði hann hafa verið slitin úr samhengi. „Í var þetta einkastund ungmennanna frekar en einhver skilaboð út á við”.

Snorri hélt ótrauður áfram að útbreiða sinn skilning á innhaldi biblíunnar í gegnum árin og var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti.

Kærði hann bæinn vegna ólöglegrar uppsagnar og var hún dæmd ólögmæt, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti.

Fékk Snorri sex og hálfa milljón í skaðabætur árið 2017.

Baksýnisspegill þessi birtist fyrst 8. júní 2021 og var það Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir sem skrifaði hann

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -