Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Valdimar elti uppi þjóf í Breiðholti: „Það kom á óvart hversu snöggur maðurinn var“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valdimar Guðmundsson, verslunarstjóri, elti uppi búðarþjóf árið 2001.

Ungur þjófur komst ekki undan Valdimari Guðmundssyni, verslunarstjóra, þegar hann rændi seðlabúnti úr afgreiðslukassa í Samkaupum árið 2001.

„Ég hljóp eins og fætur toguðu og náði manninum hérna skammt frá. Hann sagði mér að „þjófurinn“ hefði hlaupið fram hjá,“ segir Valdimar Guðmundsson, verslunarstjóri í Samkaupum við Vesturberg, í samtali við DV árið 2001. Hann grunaði hins vegar að þetta væri þjófurinn þó að hann hafi ekki séð hann sjálfur og ákvað að ræða við hann betur. „Hann vildi í fyrstu ekki segia mér til nafns en lét á endanum undan og afhenti mér debetkortið sitt. Hann kvaðst vera á leið til vinkonu sinnar og ég ákvað að labba með honum. Ég var viss um að hann væri þjófurinn.“

Valdimar labbaði með manninum heim til vinkonu hans, sem hleypti honum inn af einhverri óskiljanlegri ástæðu og fékk að hringja hjá henni.

„Ég var ekki fyrr kominn í símann en maðurinn var á bak og burt. Ég fór rakleiðis á lögreglustöðina og afhenti debetkort mannsins. Eftirleikurinn var lögreglu auðveldur og þeir handsömuðu manninn hálftíma síðar. Hann hafði haft um 25 þúsund krónur upp úr krafsinu.“

„Hverfið er fremur rólegt og viðskiptavinir okkar mesta friðsemdarfólk. Svona atvik geta alltaf komið upp. Það kom á óvart hversu snöggur maðurinn var við iðju sína, stúlkan leit af kassanum i eitt andartak – og það var nóg,“ sagði Valdimar Guðmundsson verslunarstjóri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -