2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Bergþór hafði aldrei áður sótt um starf

„Ég hugsaði vá ég hef aldrei sótt um starf fyrr, ég veit ekki einu sinni hvar prófskírteinin mín eru,“ sagði Bergþór Pálsson í samtali við Morgunútvarp rásar 2 í morgun þar sem hann ræddi væntanlegt starf sitt sem skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar sem hann tekur við í haust.

Sagði Bergþór frá því í þættinum að hann hefði fyrir tilviljun rekið augun í auglýsingu um starfið á Tjöruhúsinu á Ísafirði fyrr í sumar og hugsunin um það hafi ekki látið hann í friði.

„Þarna skýtur þessari hugmynd í kollinn á mér að þetta sé stjórsniðugt því alltaf þegar ég kem til Ísafjarðar finnst mér ég vera kominn heim. Þó ég eigi ekki ættir að rekja þangað þá er þannig orka í fjöllunum og í fólkinu sem ég kann rosalega vel við,“ segir hann í samtalinu.

Fljótlega eftir heimkomuna frá Ísafirði sótti Bergþór svo um starfið og var síðan boðaður í viðtal.  „Ég hugsaði að ég hefði ýmsa galla enda kominn á sjötugsaldur og hef ekki unnið við stjórnun hingað til. En mig hefur alltaf langað rosalega mikið að ráða,“ segir hann.

AUGLÝSING


Bergþór og eiginmaður hans, Albert Eiríksson, munu því flytja vestur í haust og setjast að á Ísafirði.

Sjá einnig: Bergþór ráðinn skólastjóri

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is