2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Billie Eilish er hætt að lesa athugasemdir á samfélagsmiðlum: „Það var að rústa lífi mínu“

Tónlistakonan Billie Eilish er hætt að lesa athugasemdir sem fólk skrifar á Instagram-síðuna hennar. Hún sagði frá þessu í viðtali við BBC þar sem hún og bróðir hennar, Finneas O’Connell, ræddu m.a. nýja Bond-lagið, No Time to Die. Í viðtalinu ræddu einnig þau menninguna sem ríkir á samfélagsmiðlum.

Eilish, sem er ekki nema 18 ára, tók ákvörðun fyrir nokkrum dögum um að hætta að lesa athugasemdir fólks á samfélagsmiðlum. „Það var að rústa lífi mínu,“ sagði hún þegar hún var spurð út í af hverju hún ákvað að hætta.

Bróðir hennar tók þá fram að margt fólk haldi að móðganir og svívirðingar þeirra geti ekki haft áhrif á frægt fólk en tók fram að það sé mikill misskilningur.

Eilish kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaununum sem fóru fram þann 27. janúar. Hún var tilnefnd til átta verðlauna, og hlaut fimm þeirra, sem besti nýliðinn, fyrir besta lag ársins Bad Guy, sem einnig var valið smáskífa ársins. Plata Eilish, When We All Fall Asleep,Where Do We Go, var einnig valin plata ársins og poppplata ársins.

AUGLÝSING


Eilish segir neteineltið hafa versnað síðan hún hlaut Grammy-verðlaun. „Þetta er miklu verra en þetta hefur nokkurn tímann verið núna.“

Sjá einnig: Billie Eilish vill að tónlistin tali sínu máli

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is