Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Eva Ruza um nýja starfið: „Ég var eins og álfur út úr hól“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjónvarpsþættirnir Mannlíf, samstarfsverkefni man.is, Mannlífs, tímarita Birtíngs og Sagafilm, eru komnir inn á Sjónvarp Símans Premium og fara í línulega dagskrá 23. mars. Stjórnandi þáttanna er Eva Ruza Miljevic sem segir vinnslu þáttanna eitt það skemmtilegasta sem hún hefur gert og lofar áhorfendum góðri skemmtun.

„Undirbúningur fyrir tökur þáttanna byrjaði síðasta haust,“ segir Eva spurð hvað þættirnir hafi verið lengi í vinnslu. „Þá fórum við að leggja drög að útliti þeirra og skrá niður viðmælendur og svona. Það var mjög skemmtilegt. Ég hef aldrei gert sjónvarpsþætti þannig að ég var eins og álfur út úr hól á fyrstu fundunum, en ég vann með svo ótrúlega góðu fólki hjá Sagafilm og Birtíngi þannig að ég var í mjög góðum höndum.“

Þekkja allir einhvern sniðugan

Tökur þáttanna byrjuðu í nóvember á síðasta ári og alls hafa verið gerðir átta þættir, sem Eva segir að séu að sjálfsögðu bestu sjónvarpsþættir í gjörvallri sjónvarpssögunni. „Svona ef ég tek hógværðina á þetta og legg á það kalt mat,“ segir hún og skellihlær. „Þættirnir heita Mannlíf og eru bara um mannlífið á Íslandi,“ bætir hún við spurð hvað sé svona skemmtilegt við þættina. „Við förum um víðan völl og í hverjum þætti er eitt aðalviðtal, svona forsíðuviðtal innan gæsalappa. Þá tölum við við fólk sem er ótrúlega áhugavert og er að gera eitthvað skemmtilegt, breyta lífi sínu á einhvern hátt. Einn viðmælandinn ákvað til dæmis allt í einu að hann vildi verða þyrluflugmaður, skráði sig samdægurs í skóla úti í Svíþjóð og var floginn út að læra þyrluflug nokkrum dögum síðar. Hann hafði einhvern tímann verið að vinna kvikmyndaverkefni með Kim Kardashian og Kanye West þar sem hann fór í þyrlu í fyrsta sinn og heillaðist svona gjörsamlega.“

Hvernig funduð þið viðmælendurna í þættina? „Við bara notuðum heilann,“ segir Eva og skellir aftur upp úr. „Við köstuðum hugmyndum á milli okkar og ég spurði fjölskyldu mína og vini hvort þeim dytti einhver skemmtilegur í hug. Það þekkja allir einhvern sniðugan sem hefur gert eitthvað spennandi. Ég hef líka rosalega frjótt ímyndunarafl og frjóan huga þannig að ég var með minnisblað í símanum mínum sem var orðið stútfullt af alls konar viðmælendum og hugmyndum til að þetta gæti orðið sem fjölbreyttast. Svo var ég auðvitað undir stjórn framleiðandans Þórs Freyssonar hjá Sagafilm sem er náttúrlega bara goðsögn í bransanum og snillingur og veit nákvæmlega hvað virkar í sjónvarpi og hvað virkar ekki. Ég hneigi mig í auðmýkt fyrir honum.“

Eva Ruza er í ítarlegu viðtalinu í helgarblaðinu Mannlíf.
Lesa Mannlíf

- Auglýsing -

Mynd / Unnur Magna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -