2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Fengu tiltal frá sundlaugarverði fyrir að kyssast – Sagt að hegðunin væri „óviðeigandi“

Steina Daníelsdóttir og unnusta hennar, Kolbrún Ósk Ólafsdóttir fengu tiltal frá sundlaugarverði Grafarvogslaugar í gær fyrir að kyssast ofan í lauginni. Kolbrún fékk þau skilaboð frá sundlaugarverðinum að fólki þætti hegðun þeirra óviðeigandi. Steina segir frá þessu í Facebook-færslu.

„Við vorum í sundi í Grafarvogslaug og vorum að spjalla og kysstumst inn á milli eins og við gerum alltaf í sundi (eins og önnur pör) höfum reyndar alltaf verið mjög meðvitaðar um að vera ekki of mikið þar sem það er fólk sem er viðkvæmt fyrir fjölbreytileika lífsins,“ skrifar Steina.

Hún bætir við: „Ekki einu sinni fórum við í sleik, eða settumst ofan á hvor aðra eða töluðum um óviðeigandi hluti.“

Steina lýsir svo samtali unnustu sinnar og sundlaugarvarðar Grafarvogslaugar. Samtalið átti sér stað þegar þær voru komnar upp úr lauginni. Að sögn Steinu sagði sundlaugarvörðurinn að öðrum gestum laugarinnar hefði þótt hegðun þeirra „óviðeigandi“.

AUGLÝSING


„Við það labbar Kolla út í bíl enda vildi hún hreinlega ekki sitja þarna undir þessu.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona sögur heyrast frá Grafarvogslaug.“

Steina kallaði eftir viðbrögðum Reykjavíkurborgar eða Grafarvogslaugar í færslu sinni en hefur engin viðbrögð fengið. „Við höfum ekki heyrt frá neinum varðandi málið, hvorki lauginni, ÍTR, Reykjavíkurborg né öðrum,“ segir Steina í samtali við Mannlíf.

Færslu Steinu má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is