2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Meghan og Harry birta myndband af Archie á eins árs afmælinu

Archie, sonur hertogahjónanna af Sussex, er eins árs í dag og af því tilefni birtu foreldrar hans myndband af móður hans að lesa fyrir hann á Instagram-síðu Save the Children. Faðir hans, Harry Bretaprins, er bakvið myndavélina og sést því ekki, en heyra má hlátur hans í bakgrunninum.

Myndbandið er tæpar þrjár mínútur og í því les Meghan bókina „Duck Rabbit“ fyrir Archie, sem virðist ekkert sérstaklega áhugasamur um innihaldið, en hlær þó og skríkir. Í textanum sem myndbandinu fylgir segir: „Duck Rabbit! með Meghan, hertogaynju af Sussex (og Harry, hertoginn af Sussex, fyrir aftan myndavélina), lesa fyrir Archie son sinn á fyrsta afmælisdegi hans. til hamingju með afmælið, Archie!“

Hertogahjónin búa nú í Los Angeles, eins og kunnugt er, og eru að sjálfsögðu í útgöngubanni eins og aðrir íbúar í Kaiforníu.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum