2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gætu skellt sér til Íslands

Allir þeir sem eru tilnefndir til Óskarsverðlaunanna í ár gætu skellt sér í frí til Íslands.

Nú styttist óðum í Óskarsverðlaunahátíðina og eins og alltaf fá allir þeir sem eru tilnefndir til Óskarsins glæsilegan gjafapoka sem inniheldur ýmsan varning og gjafabréf.

Meðal þess sem er í gjafapokanum glæsilega er gjafabréf í lúxus ævintýraferð með International Expeditions en hægt er að velja um ferð á milli nokkurra áfangastaða. Einn af þeim áfangastöðum er Ísland.

Til gamans má geta eru Lady Gaga, Melissa McCarthy, Christian Bale, Bradley Cooper, Rami Malek og Emma Stone meðal þeirra sem eru tilnefnd til Óskarsins. Það getur því vel verið að þau muni heimsækja Íslands á næstunni.

Á vef Business Insider er hægt að skoða listann yfir það sem leynist í gjafapokanum í heild sinni.

AUGLÝSING


Dæmi um það sem er að finna í gjafapokanum veglega:

  • Ævintýraferð með International Expeditions. Hægt er að velja á milli ferða til Íslands, Galapagoseyja, Kostaríka og Panama eða Amazon.
  • Sælgæti gert úr kannabisplöntunni
  • VIP aðgang að MOTA-klúbbnum
  • Meðferð við fóbíu með sérfræðingnum Kalliope Barlis
  • Einkaþjálfun með þjálfaranum Alexis Seletzky
  • Ferð til Grikklands, gist í Avaton Luxury Villas Resort
  • Skart frá MILLIANNA
  • Listaverk eftir Reian Williams
  • Ýmsar snyrtivörur, sælgæti, fatnaður og raftæki er einnig að finna í gjafapokanum

Óskar­sverðlaun­in verða af­hent í Los Ang­eles 24. fe­brú­ar.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is