Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

George R. R. Martin notar einangrunina til að vinna við The Winds of Winter

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rithöfundurinn George R. R. Martin, höfundur bókanna sem Game of Thrones-þættirnir byggja á, tilkynnir aðdáendum á heimasíðu sinni að hann hafi einangrað sig vegna kórónaveirunnar COVID-19 þar sem hann sé sannarlega meðal þeirra sem eru í mestri hættu vegna aldurs og líkamlegs ástands, en fullvissar þá um að honum líði vel og hann vinni daglega að skriftum.

„Satt best að segja ver ég meiri tíma í Westeros en í hinum raunverulega heimi og skrifa á hverjum degi,“ segir hann í færslunni á heimasíðunni. „Ástandið er ansi slæmt í konungsríkjunum sjö … en kannski ekki eins slæmt og það getur orðið hér.“

Fimmta bókin í bókaflokknum, Dansað við dreka, kom út árið 2011 og aðdáendur því orðnir ansi þreyttir á að bíða eftir þeirri sjöttu, Vetrarvindum, sem hefur tekið Martin tíu ár að skrifa og enn sér ekki fyrir endann á biðinni. Hann er þó hinn kokhraustasti og bendir á að lestur sé besta leiðin til að fá tímann til að líða á meðan beðið er eftir að faraldurinn gangi yfir.

„Við lifum nú furðulega daga,“ segir Martin. „Eins ævaforn og ég nú er þá man ég ekki eftir að hafa upplifað neitt í líkingu við síðustu vikur. Stundum þegar ég horfi á fréttirnar get ég ekki varist því að finnast við öll búa í vísindaskáldsögu núna. En því miður ekki þeirri tegund af vísindaskáldsögu sem mig dreymdi um að búa í þegar ég var strákur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -