2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

George R. R. Martin notar einangrunina til að vinna við The Winds of Winter

Rithöfundurinn George R. R. Martin, höfundur bókanna sem Game of Thrones-þættirnir byggja á, tilkynnir aðdáendum á heimasíðu sinni að hann hafi einangrað sig vegna kórónaveirunnar COVID-19 þar sem hann sé sannarlega meðal þeirra sem eru í mestri hættu vegna aldurs og líkamlegs ástands, en fullvissar þá um að honum líði vel og hann vinni daglega að skriftum.

„Satt best að segja ver ég meiri tíma í Westeros en í hinum raunverulega heimi og skrifa á hverjum degi,“ segir hann í færslunni á heimasíðunni. „Ástandið er ansi slæmt í konungsríkjunum sjö … en kannski ekki eins slæmt og það getur orðið hér.“

Fimmta bókin í bókaflokknum, Dansað við dreka, kom út árið 2011 og aðdáendur því orðnir ansi þreyttir á að bíða eftir þeirri sjöttu, Vetrarvindum, sem hefur tekið Martin tíu ár að skrifa og enn sér ekki fyrir endann á biðinni. Hann er þó hinn kokhraustasti og bendir á að lestur sé besta leiðin til að fá tímann til að líða á meðan beðið er eftir að faraldurinn gangi yfir.

„Við lifum nú furðulega daga,“ segir Martin. „Eins ævaforn og ég nú er þá man ég ekki eftir að hafa upplifað neitt í líkingu við síðustu vikur. Stundum þegar ég horfi á fréttirnar get ég ekki varist því að finnast við öll búa í vísindaskáldsögu núna. En því miður ekki þeirri tegund af vísindaskáldsögu sem mig dreymdi um að búa í þegar ég var strákur.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is