Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Harry og Meghan sögð vinna að ævisögu sinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sögusagnir eru uppi um að Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiginkona hans, vinni nú að ævisögu sinni í samstarfi við „vinveittan“ blaðmann. Bókin er sögð bera titilinn: Thourougly Modern Royals: The Real World of Harry and Meghan, eða Fullkomlega nútímalegt kóngafólk: hinn raunverulegi haiemur Harrys og Meghan, í lauslegri þýðingu.

Hjónin eru sögð hafa verið í viðtölum við blaðamanninn Omid Scobie, sem helgar sig fréttaflutningi af bresku drottningarfjölskyldunni, og er, eftir því sem heimildarmenn breska blaðsins Mirror segja, langt kominn með að skrifa bókina. Svo langt að í frétt blaðsins er fullyrt að bókin verði 320 síður og markmiðið sé að varpa jákvæðu ljósi á þau hjónakornin og þá ákvörðun þeirra að draga sig í hlé frá opinberum skyldum sem fylgja því að vera hluti af fjölskyldu Bretadrottningar, Elísabetar II.

Sjá einnig: Ætla að loka alfarið á slúðurblöðin

Í frétt Mirror er ennfremur haft eftir ónefndum heimildarmanni að aðrir meðlimir í fjölskyldu drottningar hafi þungar áhyggjur af því hverju Harry og Meghan muni ljóstra upp í bókinni.

Þessar fréttir koma í kjölfar frétta af yfirlýsingu hertogahjónanna af Sussex um að þau myndu slíta öllu samstarfi við ákveðna breska slúðurmiðla og einbeita sér að því að byggja upp nýtt líf í Bandaríkjunum.

Meghan stendur nú málaferlum við útgefendur Mail on Sunday og MailOnline vegna birtingar þeirra á persónulegu bréfi hennar til föður síns, Thomas Markle.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -