2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Heldur ennþá upp á lestarmiðann sem Victoria skrifaði símanúmerið sitt á

Beckham-hjónin David og Victoria hafa verið hamingjusamlega gift í 20 ár. David var gestur í spjallþætti Jimmy Fallon í gær og rifjaði upp fyrstu kynni þeirra Victoriu.

Þau sáu hvort annað fyrst árið 1997 þegar Victoria mætti á fótboltaleik í London með Manchester United, liðinu sem David spilaði með. „Ég náði ekki að tala við hana þá,“ sagði David sem þekkti þó hljómsveitina Spice Girls á þessum tíma og tók eftir Victoriu. Hann segir Victoriu hafa verið í uppáhaldi hjá sér af meðlimum Spice Girls.

„Allir áttu sína uppáhalds Kryddpíu á þessum tíma. Hún var augljóslega mitt uppáhald,“ útskýrði David.

Viku síðar náðu þau að spjalla eftir fótboltaleik sem Victoria mætti á í Manchester. Þau náðu vel saman að sögn David og hann fékk símanúmerið hennar.

AUGLÝSING


„Hún tók lestina upp á völlinn þennan dag þannig að hún skrifaði númerið sitt á lestarmiðann, sem ég á ennþá,“ sagði David.

Sjá einnig: Fagna 20 ára brúðkaupsafmæli í dag

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is