2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Hrannar 5 ára og falleg vináttusaga í heimavist: „Þessi fallega vinátta hefur gefið okkur fjölskyldunni svo mikið“

Hrannar Andrason sem er fimm ára gamall er eins og mörg önnur börn í heimavist, ásamt bróður sínum, Darra Frey, sem er tíu ára og foreldrum þeirra.

Móðir hans, Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og rithöfundur sagði frá fallegri vináttu sem myndaðist milli Hrannars og nokkurra göngukvenna, og gaf Mannlíf góðfúslegt leyfi til að deila.

„Við Hrannar fórum í hjólatúr fyrir tveimur vikum. Á leiðinni hittum við hóp af hressum eldri konum,” segir Bergrún Íris. „Hrannar bauð þeim góðan dag og þær dáðust að hjólinu hans, úr góðri fjarlægð.“

Í heimavistinni og heimaskólanum hefur fjölskyldan að mestu setið við borðstofuborðið, þar sem gott útsýni er út og til að sjá þá sem þar ganga framhjá.

AUGLÝSING


„Á hverjum degi sér Hrannar göngukonurnar, eins og hann kallar þær, ganga framhjá húsinu okkar. Það er því fastur punktur í tilverunni að vinka út um gluggann eða hlaupa út á svalir að heilsa þessum nýju vinkonum. Svo hrópar hann „áfram göngukonur!” til að hvetja þær á göngunni.“

Einn morguninn kom ein göngukonan með gjöf handa Hrannari upp að dyrum heimilins. „Hann hljóp auðvitað út á handklæðinu til að heilsa,“ segir Bergrún Íris, en gjöfin var gullfallegt origami.

Bræðurnir, Hrannar og Darri, hjálpuðust síðan að við það í gær að skreyta gluggann með hvetjandi skilaboðum fyrir göngukonurnar og aðra sem leið eiga framhjá húsinu.

„Þessi fallega vinátta hefur gefið okkur fjölskyldunni svo mikið þessa einhæfu og skrítnu daga.“

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is