Irrfan Khan látinn

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Indverski leikarinn Irrfan Khan er látinn, 53 ára að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndunum Slumdog Millionaire og Jurassic World.

Umboðsskrifstofa hans greindi frá andlátinu í tilkynningu, þar kom fram að Khan hafi látist á sjúkrahúsi í Mumbai á Indlandi. Í tilkynningunni segir að Khan hafi verið umvafinn sínum nánustu þegar hann lést.

Khan greindi frá því árið 2018 að hann væri að glíma við innkirtlakrabbamein. Nokkru síðar skrifaði hann opið bréf um reynslu sína og lýsti sársaukanum sem fylgdi krabbameininu og óvissunni sem blasti við honum.

Khan lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -