2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Jóhannes Haukur tilkynnir stigin

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson mun kynna stigin fyrir hönd Íslands í Eurovision á laugardaginn.

 

Þetta kemur fram á vef Rúv. Þar segir að Jóhannes hafi stokkið á tækifærið um leið og það bauðst. „Ég geri mér grein fyrir að þarna dugar ekkert hálfkák og best að afgreiða þetta af öryggi og festu ásamt lipurð og sveigjanleika,“ segir hann í samtali við Rúv.

Jóhannes Haukur mun lesa upp hvaða lönd fá 8, 10, og 12 stig frá Íslendingum í símakosningunni.

Í fyrra var það Edda Sif Pálsdóttir sem kynnti stigin fyrir Ísland.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is