2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Katrín varaði Harry við því að kvænast Meghan

Royal At War nefnist ný bók sem kom út á Amazon Kindle í dag. Þar fullyrða rannsóknarblaðamennirnir Dylan Howard og Andy Tillett, höfundar bókarinnar að Katrín hertogaynja af Cambridge hafi varað Harry Bretaprins við því að ana inn í hjónaband með Meghan Markle og að ósætti bræðranna Vilhjálms prins og Harrys stafi fyrst og fremst af því að Harry hafi farið offari í peningaeyðslu eftir að hann tók saman við Meghan.

Höfundar bókarinnar fullyrða að Katrín og Harry hafi verið mjög náin áður en Meghan kom til sögunnar og vísa meðal annars til þess að Harry hafi í viðtali kallað hana „stóru systurina sem ég átti aldrei.“ Þeir segja að Katrín hafi kallað hann á eintal og beðið hann að fara sér hægt í sambandinu við Meghan þar sem hún kæmi úr svo ólíku umhverfi og þyrfti tíma til að aðlagast því lífi sem drottningarfjölskyldan lifir. Sömuleiðis segja þeir að Vilhjálmur hafi brýnt það fyrir bróður sínum að vera alveg viss um að hún væri sú rétta áður en hann gerði alvöru úr því að kvænast henni. Samkvæmt bókinni tók Harry þessum ráðleggum hertogahjónanna af Cambridge illa og fannst þau vera að setja ofan í við sig.

Í bókinni er því jafnframt haldið fram að spennan á milli Harrys og bróður hans og mágkonu hafi stigmagnast eftir að hann tók saman við Meghan og upp úr hafi soðið þegar í ljós kom að Harry hafði eytt 6.000 pundum í nálastungumeðferð til að bæta heilsuna og 33.000 pundum í þriggja daga dvöl á heilsuhóteli þegar Meghan var ófrísk að Archie syni þeirra.

Í umfjöllun Daily mail um bókina í dag kemur fram að blaðamaðurinn sem greinina skrifar hafi haft samband við bæði hertogahjónin af Cambridge og hertogahjónin af Sussex til að fá þau til að tjá sig um málið en ekki fengið svör.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is