2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kim Kardashian fer offari í Photoshop

Raunveruleikastjarnan var ein af fjölmörgum sem tóku þátt í March For Our Lives-mótmælunum um helgina vestan hafs, þar sem fólk fjölmennti til að berjast fyrir hertri byssulöggjöf í Bandaríkjunum.

Kim birti mynd af sér á leiðinni á mótmælin á Instagram og hvatti fólk jafnframt til að fjölmenna. Boðskapur Kim hefur þó fallið í skuggann af myndinni sjálfri.

Hér er myndin, sjáið þið hvað er að henni?

‪Let’s March! @AMarch4OurLives @EveryTown (Wear Orange) ? BACKGRID

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Jú, það er deginum ljósara að átt hefur verið við myndina ef maður skoðar bílinn í bakgrunni myndarinnar. Ljósmyndarar náðu myndum af Kim á sama stað og Instagram-myndin er tekin og þá sést greinilega að myndvinnsluforrit hefur verið notað til að lengja stjörnuna og mjókka mitti hennar með þeim afleiðingum að bíllinn í bakgrunni hefur kramist og gangstéttin er einnig sveigð.

AUGLÝSING


Upprunalega myndin.

Fylgjendur stjörnunnar eru ekki parsáttir við þetta, þó að flestar samfélagsmiðlastjörnur noti einhvers konar forrit til að eiga við myndir sínar. Nokkur viðbrögð við myndinni hennar Kim má sjá hér fyrir neðan:

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is