Lína um kaupfíknina: „Var bara að fylla upp í eitthvað tómarúm“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Þetta var orðið þannig að ég þurfti að koma með poka heim á hverjum einasta degi,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir í nýjasta þætti af Einkalífið á Vísi þegar hún er spurð út í kaupfíkn sem hún hefur glímt við.

Lína segir kaupfíknina hafa stafað af „tómarúmi“ sem hún var sífellt að reyna að fylla upp í. Hún lýsir því að hún hafi ekki getað farið út úr húsi án þess að koma með poka heim og þá skipti ekki máli hvað var í honum. „Þá vissi ég einmitt að ég var ekki hamingjusöm og var bara að fylla upp í eitthvað tómarúm.“

Ástandið var orðið þannig að hún var farin að ljúga að sínum nánustu hvaðan innkaupapokarnir kæmu.

Lína viðurkennir að henni þyki ennþá gaman að versla. „En ég versla engan veginn eins og ég gerði. Ég versla allt öðrum forsendum í dag.“

Þáttinn í heild sinni má sjá á vef Vísis.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira