Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Ný hljómsveit Magna fékk nafn bæjarfjallsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hljómsveitin Svartfell með Magna Ásgeirsson í fararbroddi sendi á dögunum frá sér lagið Draumur, sem hægt er að nálgast á Spotify. Í tilefni af útgáfu lagsins er Magni í stuttu spjalli við austurfrett.is þar sem hann upplýsir meðal annars vandræðin við að finna nafn á hljómsveitina og þá furðulegu uppgötvun að þrátt fyrir að nafnið Svartfell sé tekið úr hans heimahögum hafi komið í ljós að til var önnur hljómsveit með þessu nafni og það er frönsk dauðarokkshljómsveit, hvorki meira né minna.

Svartfell skipa auka Magna þeir Valur Freyr og Arnar Tryggvason sem segjast spila „nýrómantískar rokkstefnur“. Sveitin dregur nafn sitt af Svartfelli, fjallinu við Bakkagerðisþorp á Borgarfirði.

„Við vorum lengi að finna nafn. Upphaflega vinnuheitið var VAM, en það er hrikalegt hljómsveitarnafn, fyrir utan að það hefur verið notað á hljómsveit, þótt það væri með öðrum rithætti. Ég kastaði Svartfellsnafninu fram í umræðum. Það var ekki selt strax en vann á. Þetta er fallegt fjall, eitt af mínum þremur uppáhaldsfjöllum. Það fellur vel að nýrómantíkinni, drungalegt en samt eitthvað svo fallegt,“ segir Magni í viðtalinu við Austurfrétt.

Magni segir síðan frá því að þegar hann var að stofna aðgang fyrir hljómsveitina á Spotify hafi hann, sér til mikillar furðu, komist að því að nafnið var þegar í notkun. „Við komumst að því nokkrum vikum síðar að það er frönsk sveit sem spilar argasta dauðarokk með þessu nafni. Mér finnst samt við eiga meira tilkall til nafnsins, ég efa að meðlimir þeirrar sveitar hafi séð Svartfellið, hvað þá hvílt sig upp á því. Það er búið að nota öll hljómsveitarnöfn þegar ekki lengur hægt að nefna eftir bæjarfjallinu,“ segir hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -