Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Olíumálverk af Bjarna vekur athygli – „Það er eins og það sé auðveldara að selja umdeilda menn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Olíumálverk af Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sem er til sölu á Facebook hefur vakið mikla athygli síðan verkið var sett á sölu í gær. Listamaðurinn, Gunnar Kr. Þórðarson, er kominn með tíu tilboð í verkið, hæsta boð upp á 50.000 krónur. Verkið er 50 x 40 sentímetrar á stærð.

„Myndlistin hefur alltaf verið nálægt mér, alveg frá því að ég var krakki. Ég hef aðallega verið að teikna en er núna byrjaðir að mála. Og þegar maður verður uppiskroppa með myndefni þá verða opinberir aðilar fórnarlömb á striganum,“ segir Gunnar og hlær. Hann hefur áður málað þjóðþekkta einstaklinga, t.d. forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson og einnig Davíð Oddsson.

Gunnar segir málverkið af Davíð Oddssyni hafa vakið mikil viðbrögð líkt og málverkið af Bjarna. Gunnar fékk um 20 tilboð í verkið af Davíð sem seldist svo á 100 þúsund krónur. „Davíð rauk út eins og heit vaffla.“

Posted by Portrait art – Gunnar on Laugardagur, 27. júlí 2019

Gunnar viðurkennir að því umdeildari sem maðurinn á myndinni er, því auðveldara er að selja verkið.

„Það er eins og það sé auðveldara að selja umdeilda menn. Þegar ég málaði til dæmis Guðna forseta þá fékk verkið ekki eins mikla athygli. Ef ég myndi svo mála Sigmund Davíð þá myndi Netið örugglega fara á hliðina,“ segir Gunnar og skellir upp úr. Aðspurður hvort hann ætli að mála Sigmund næst segist hann ekki vera viss. Þessa stundina hefur hann meiri áhuga á að mála landslag.

„Ef ég myndi svo mála Sigmund Davíð þá myndi Netið örugglega fara á hliðina.“

- Auglýsing -

Gunnar segist ekki setja neinn ákveðinn verðmiða á málverkin sín heldur óski hann eftir tilboðum. Hann segir efniskostnaðinn við gerð svona málverks vera í kringum 20.000 krónur. „Portraitmálverk eru dýrari í vinnslu en önnur, þau krefjast t.d. fleiri umferða af málningu.“

Áhugasamir geta skoðað verk Gunnars á Facebook-síðu hans, Portrait art – Gunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -