2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Páskalambið varð að kolamola

Sjónvarpsþættirnir Mannlíf, samstarfsverkefni mannlif.is, Mannlífs, tímarita Birtíngs og Sagafilm, eru komnir inn á Sjónvarp Símans Premium og fara í línulega dagskrá 23. mars. Stjórnandi þáttanna er Eva Ruza Miljevic.

Einhvers staðar hefur komið fram að meðal efnis í þáttunum sé að kenna þér eldamennsku, sem sé nánast vonlaust verk, er eitthvað til í því?

„Sko, ég elska að elda!“ segir Eva. „Skápurinn minn er fullur af matreiðslubókum og ég er alltaf að halda matarboð og skrifa niður uppskriftir. Málið er bara að ég legg alltaf af stað eins og ég sé Jamie Oliver og viti nákvæmlega hvað ég er að gera. En því miður hefur það sýnt sig í gegnum tíðina að ég er ekki Jamie Oliver og ég á margar skrautlegar sögur af mér og mislukkaðri eldamennsku.

„En því miður hefur það sýnt sig í gegnum tíðina að ég er ekki Jamie Oliver…“

Ein sú nýjasta er síðan á páskunum í fyrra, sem var í fyrsta sinn sem mamma og pabbi ætluðu ekki að elda páskamatinn ofan í fjölskylduna og treystu mér fyrir því, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Ég hélt að þetta væri nú ekki mikið mál, henti lambalærinu á grillið og hafði það þar á fullum hita í fjóra klukkutíma. Það er skemmst frá því að segja að þegar ég opnaði grillið og allir á leiðinni til mín í páskasteikina var þar bara samanskroppinn kolamoli. Þannig að klukkan hálfsjö á páskadagskvöld var ég í Krónunni að kaupa kótilettur.

AUGLÝSING


Ég held að ég sé ekkert ein um þetta og í þáttunum erum við með Valtý Svan Reynisson, yfirkokk á Matarkjallaranum, sem fékk það stóra verkefni að kenna mér undirstöðuatriðin í eldun svona grundvallarrétta í íslensku eldhúsi; hvernig á til dæmis að gera ýsu í raspi stökka sem mér hefur aldrei tekist, hún er alltaf eins og leðja, sama hvað ég geri. Valtýr kennir okkur líka að gera grjónagraut og pönnukökur og fleira sem er ótrúlega einfalt og alla langar að gera vel, en heppnast kannski ekki alltaf, og það gerist sko alveg hjá fleirum en mér!

Daginn eftir tökurnar ætlaði ég aldeilis að slá í gegn og elda stökka ýsu í raspi heima hjá mér, en það tókst nú ekki alveg. Ég verð bara að bíða eftir að sjá þættina, ég man ekkert hvernig á að gera þetta þannig að ég bíð spennt með glósubókina eftir að þættirnir komi út.“

Mynd / Unnur Magna

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is