2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Stjúpbróðir Leonardo DiCaprio um fíknina og lífið í Skid Row

Í nýjum þætti á YouTube-rásinni Soft White Underbelly segir Adam Farrar frá lífinu á götunni í Skid Row-hverfi í Los Angeles og fíkninni en Adam er háður ópíóðalyfinu fentanýl.

Adam Farrar, sem er stjúpbróðir Hollywood-leikarans Leonardo DiCaprio, segir einnig frá æskunni og uppeldinu í þættinum. Hann segir þá bræður hafa fengið gott uppeldi. Adam hefur sjálfur starfað innan skemmtanabransans, meðal annars fyrir bróður sinn og innan fyrirtækis sem þeir stofnuðu saman. Þá hefur hann einnig farið með lítil hlutverk í ýmsum þáttum og kvikmyndum.

Leonardo DiCaprio. Mynd / EPA

Í dag ver hann tíma sínum mest mengis í alræmda hverfinu Skid Row ásamt eiginkonu sinni sem glímir einnig við fíknisjúkdóm. Saman eiga þau eina dóttur sem dvelur hjá móður Adams.

AUGLÝSING


Í þættinum, sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan, segir Adam þau hjónin yfirleitt ekki þurfa að sofa undir berum himni þó það komi stundum fyrir. Í viðtalinu kemur fram að hann eigi íbúð í Silver Lake í Los Angeles en að þau hjón kjósi oft að dvelja í Skid Row þar sem auðvelt sé að útvega eiturlyf.

Hvað fjölskylduna varðar segir Adam þau hafa lokað á hann í bili. Hann telur sig þó eiga möguleika á að laga sambandið við sína nánustu leiti hann sér hjálpar við að koma lífi sínu á réttan kjöl.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is