Fimmtudagur 28. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

­­­„Ég er farinn að stoppa á umferðareyjum og tína upp flugeldakökur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

­­­„Manni líður ofboðs­lega vel líkamlega og andlega þegar maður er búinn að taka smáskurk í plokki, þó að það sé ekki nema klukkutími eða tveir. Ef maður getur smitað fleiri með sér er það bara frábært því margar hendur vinna létt verk, eins og einhver sagði,“ segir almannatengillinn og þúsund­þjalasmiðurinn Einar Bárðarson.

Einar stofnaði nýverið Facebook­-hópinn Plokk á Íslandi, sem er vísan í sænska æðið plogging. Plogging, eða plokk á góðri ís­lensku, snýst um að ganga, hlaupa og skokka um en í leið tína upp rusl af götunum.

„Ég hef orðið sífellt meðvitaðri um hvað er mikið rusl, og sér­­stak­­­­lega plast, í náttúrunni og hvað þetta er mikill skaðvaldur. Síðan horfir maður á fólk tuða út í eitt um að hinn eða þessi eigi að sjá um þetta. Þannig að í staðinn fyrir að sitja á rassgatinu og tuða um af hverju enginn taki upp allt þetta rusl þá ákvað ég að byrja að plokka,“ segir Einar. Hann var byrjaður að ganga um og tína rusl áður en hann kynntist plokki.

Einar fór í göngutúr um daginn og fyllti tvo, svarta ruslapoka af drasli.

„Ég er svo sem engin súperhetja í þessu en ég hef rölt endrum og sinnum með plastpoka og tínt upp, sérstaklega plast. Plast­­ið nefnilega blotnar ekki. Það held­­­­ur áfram að fjúka og endar með því að fjúka út í sjó ef maður tekur það ekki. Í vetur sá ég síðan mynd­­­­band á samfélagsmiðlum þar sem var verið að lýsa þessu æði sem heitir plogging,“ segir Einar.
Einar tekur einnig fram að hlaup­­ar­­inn Eyþór Hannesson hafi veitt sér mikinn innblástur, en Eyþór hefur í um áratug safnað rusli á hlaupaferðum sínum. Þá nefnir hann einnig lögfræðinginn Sigurð G. Guðjónsson í þessu samhengi, en hann stofnaði Facebook-hópinn Rusl í Reykja­­vík. Sigurður stundar það að tína upp rusl í göngutúrum með hundinum sínum Atlasi og birtir afraksturinn í hópnum.

Frítt, skemmtilegt og gerir samfélaginu gagn

Um fjögur hundruð manns eru meðlimir í Plokk á Íslandi. Í kjölfar stofnun­ar hópsins hafa hóparnir Plogging Iceland og Plokk í Breið­­­­holti verið stofnaðir sem gleður Einar mikið.

„Von­andi dreifist þetta út um allt. Þetta er frítt, þetta er skemmtilegt og maður er að gera samfé­lag­­inu gagn. Allt frá krökkum upp í gamalmenni geta plokkað og það gerir það hver á sínum hraða. Innan hópsins Plokk á Íslandi hafa einnig myndast hópar, eins og sá sem vinkona mín Árdís Ármannsdóttir er með. Það eru konur í fæðingarorlofi sem hittast með barnavagnana og plokka. Þær kalla þetta Tölt með tilgang. Mér finnst það alveg frábært.“

Hér má sjá hópinn Tölt með tilgang.

Sjálfur er Einar orðinn ansi lið­­­­­tækur í plokki og ætlar að halda því áfram um ókomna tíð. „Mér bara blöskrar allt þetta rusl. Breytingin byrjar hjá okkur sjálf­­­­um. Ég er farinn að stoppa á umferðareyjum og tína upp flugeldakökur. Ætli fólk í nær­­liggj­­andi bílum velti ekki fyrir sér hvað sé eiginlega að mér,“ segir Einar og hlær.

- Auglýsing -

Plast í sjónum

  • Þeir sem leggja sér sjávarfang til munns eru líklegir til þess að melta um 11.000 plastagnir á ári samkvæmt nýlegum útreikn-ingum vísindamanna við Ghent-háskóla í Belgíu.
  • Árið 2050 verður meira plast í sjónum en fiskar.
  • Ein helsta ástæða plastmeng–unar er framleiðsla á plastflöskum. Árið 2016 voru 460 milljarðar plastflaskna seldir í heiminum, rúmlega ein milljón flaskna á mínútu.
  • Vísindamenn áætla að 26 milljónir tonna af plasti endi í sjónum á ári hverju og drepi milljónir af sjávarlífverum.

Aðalmynd / Óli Magg
Aðrar myndir / Úr einkasafni

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -